BLESS HÁR.

Þessi færsla er ekki kostuð né unnin í samstarfi við Beauty Barinn.

Þeir sem þekkja mig vita að ég hef aldrei verið óhrædd við að prufa nýja hluti á hausnum á mér.
Nei ég er ekki að tala um eitthvað dirty, ég veit alveg hvernig þið öll hugsið.

Ég er að sjálfsögðu að tala um hárið á mér.

Fyrir jól var ég komin með vel sítt hár og fílaði það ágætlega.

Screen Shot 2016-04-04 at 20.40.06

En það var samt alltaf eitthvað að trufla mig, ég var alltaf með hárið upp og nennti voða sjaldan að gera “greiðslur” í það.
Ég endaði á því að klippa það rétt fyrir jól alveg stutt.

Screen Shot 2016-04-04 at 20.39.39

Aldrei þessu vant þá sá ég pínu eftir því, ég var bara ekki að fíla mig. Fannst ég alltaf eitthvað asnalega og átti erfitt með að gera eitthverskonar do í hárið.

Ég komst svo að því að það var bara klippingin sem ég var ekki almennilega ánægð með. En þegar ég hef verið með stutt hár þá finnst mér það lang flottast vel stutt.

Svo þegar við vorum í Berlín núna um daginn sá ég stelpu í auglýsingu með snoðað ljós hár og mér fannst það sjúkt. Ég var alveg heilluð og staðráðin í að þetta skyldi ég nú gera.

Ég hef aldrei tvístigið neitt við svona ákvarðanir og fór því eins fljótt og ég gat í klippingu til að koma þessum gjörning í verk.

Ég fór á Beauty Bar í Kringlunni settist í stólinn og sagði þeim að gjöru svo vel og taka það allt af og aflita.

VOILA

Mikið andskoti er ég ánægð með hárið!

Ég er samt svona enþá að vinna í að prufa fataskápinn minn við nýja hárið, en oft finnst mér sumt ekki klæða mig eftir að ég geri svona drasktískar breytingar. En þá bætist alltaf eitthvað annað inn sem passaði kannski ekki áður.

Þetta var frekar langt prósess þar sem ég var með litað hár fyrir (dökkt) og þurfti því að fá aflitun tvisvar og grátt skol svo eftir það til að tóna út rauða litinn samt var efst á kollinum.

Nú bíð ég bara spennt eftir smá rót því að þannig held ég að þetta sé flottast. Ég hlakka líka til að raka það aftur þegar það hefur vaxið smá. Þá ætla ég að aflita aftur og ætti ég að ná því alveg hvítu í það skiptið.

Ég hef áður krúnurakað mig svo að það var ekkert stress að raka það allt af í annað skipti. Mig langar samt að mæla eindregið með því fyrir ykkur sem hafið alltaf langað en ekki þorað, maður rokkar allt ef maður er sjálfur sáttur og öruggur í eigin skinni.

Við þurfum ekki hár til að vera töffarar!

——————————————-

Að lokum langar mig bara að koma einu á hreint.
Vegna allrar umræðu um daginn um lífstílsbloggar og hvað þeir fái mikið frítt langar mig að taka fram að ég hef aðeins einu sinni fengið vörur gefins í því yfirskini að ég myndi fjalla um þær ef ég væri ánægð með þær.
Það var um daginn þegar ég fór í partý og voru þetta gjafir í svokölluðum “goodiebag”.
Ef ég kem til með að fjalla um þessar vörur hér á blogginu mun ég að sjálfsögðu taka fram að þær hafi verið gjöf.
Mig langaði bara að henda þessu fram þar sem að ég hef aldrei skrifað efst í færslur hvort að þær séu kostaðar eða auglýsing. Ég fann mig bara ég knúna til að gera það vegna þess að ég hafði aldrei fram að þessu fengið neitt sent.

——————————————-

-tinna

——————————————-

I have never been afraid to change my hair. To me hair comes and goes.

The first photo is taken before last year when I had grown it longer than usually. I like it but there was always something bothering me. I always had it up in a knot and never had desire to do anything new style wise.

Then just before christmas I cut it short and for the first time I got a little regret, but I found out quickly that it was the style of the cut that was bothering me. Usually when I’ve had it short it’s been really short and I like that the best.

So when I saw this awesome chick in a ad campaing in Berlin I knew I had my next style figured out. She had a blonde shaved head and I loved it!

Now I’m just waiting for my roots to grow a bit, I think it will look really cool with a bit of dark root.

MINIMALÍSKT

Ég verð að viðurkenna að þó ég elski þetta bjútífúll mess sem að íbúðin okkar er þá heillar minimalískur stíll mig alltaf meira og meira.

Við eigum svo ofboðslega mikið af dóti og “drasli” og í svona lítilli íbúð þá ná hlutirnir oftast ekki að njóta sín.

Nú er bara mission “minnka draslið” að fara í gang hjá mér.

Það er örugglega ágætt að eiga fáa en góða hluti þegar kemur að heimili og klæðnað.

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók saman af pinterest af minimalískri list og hillum sem heillaði mig.

Vonandi áttuð þið öll góðan mánara.

-tinna

————————

I have to admit. Even though I like the beautiful mess that our apartment is, I’m starting to like the minimalistic style more and more.

We have so much stuff and  it doesn’t fit into this small apartment.

NOW: mission less clutter.

It’s probably a good idea to have just a few good things when it comes to the home and the closet.

Here are a few pictures from pinterest that i liked a lot.

BERLÍN Í MYNDUM

Við Bjartur ákváðum að skella okkur til Berlínar yfir páskana.

Það er alveg á hreinu að þangað fer ég aftur!

Þessi borg er alveg að mínu skapi. Hún er skemmtileg blanda af nýju í bland við gamalt, rosalega mikið grafítí, mikið af “öðruvísi” fólki og virkilega mikið að sjá og skoða!

Ég leyfi myndunum að tala.

Takk fyrir mig Berlín, þar til næst!

-tinna

18/3/2016

Nú er alveg ofboðalega langt síðan ég skrifaði hér.
Ég hef legið í algjörum dvala. Ekki gert neitt, það er bara vinna, borða, glápa á sjónvarpið og sofa. Svo endurtekur leikurinn sig daginn eftir.

En hingað og ekki lengra, nú ætla ég að gera eitthvað í mínum málum.

Hér eftir er smá “pistill” eða játning er frekar rétta orðið.

Ég er búin að sitja við tölvuna heillengi og opna nýtt skjal, hvert á fætur öðru.
Skrifa, skrifa og skrifa og byrja svo upp á nýtt.
Ekkert af því sem ég hef skrifað finnst mér nógu gott.

“Hvað ef öllum finnst ég asnalega” kemur upp í kollinn á korters fresti.

Þetta einmitt ástæðan fyrir þessum skrifum.

Ég, þú, við eigum það allt of oft til að hafa enga trú á sjálfum okkur.

Ég get allavega sagt fyrir mitt leyti að ég hef alveg rosalega litla trú á sjálfri mér og tala sjálfa mig niður í gríð og erg. Mér finnst ekkert sem ég geri nógu gott. Alltaf þegar ég geri eitthvað sem ég ætti að vera stolt af kemur neikvæðnis röddinn aftur í hnakkanum og rakkar þetta allt niður.

Þessu fylgir auðvitað gríðalegur kvíði, kvíði um að ég sé ekki nógu góð.
Kvíði um að þetta misheppnist. Kvíði sem svo fylgir manni um allt.

Þar á eftir kemur fullkomnunaráráttan og pressan um að vera flott og fín. Því guð það má enginn taka eftir þessari bólu á hökunni á þér. Þeim gæti fundist þú alveg ómögulega manneskja. Nú eða blettnum í buxunum, þú þyrfti helst að fara heim og skipta um.
En ef þú kemst ekki heim að skipta þá er best að taka trúðinn á þetta og benda á hann á fyrrabragði og hlæja, það er betra.

Ég finn fyrir gríðalegri pressu að vera svona eða hinseginn. En hún kemur öll frá mér sjálfri.

Ég er 25 ára, meðvirk, með kvíða, vanlíða og set allt of mikla pressu á sjálfa mig um að allt þurfi að vera tip top svo að engin sjái hversu illa mér líður stundum.

Þetta er viss skellur að ranka við sér í þessu ástandi, nánast hætt að gera hluti því að ég verð of kvíðin/hrædd um að fólki eigi eftir að mislíka það sem ég geri. Vita hreinlega ekki hvers virði maður er.

Ég er hinsvegar ekki fyrst núna að átta mig að þetta sé ekki eðlilegt ástand.

Það eru um tvö ár síðan ég leitaði til sálfræðing vegna vanlíða og kvíða.

Ég hætti að mæta eftir nokkra tíma. Hann vildi bara tala um hluti sem ég hafði engan áhuga á að tala um. Mér fannst þeir ekkert koma þessu ástandi mínu við. Mér fannst hann bara vitleysingur. Í dag hef ég svo auðvitað áttað mig á að það sem hann vildi ræða er rót vandamála minna.

Ég var að ég held bara í bullandi afneitun um minn vanlíðan, hélt að hann myndi bara segja mér að það væri ekkert að mér og senda mig heim.

Í dag veit ég auðvitað að mér hefði bara verið meinhollt að halda áfram að hitta hann. En þessi bloggpóstur er svona fyrsta skrefið hjá mér. Næsta skrefið er að finna  mér sálfræðing sem mér líkar.

Það er auðvitað hálf furðulega að finnast geðsjúkdómar og vanlíði hjá öðrum ekkert tabú en geta ekki feisað sín eigin vandamál.

Ég er búin að eiga mjög erfitt með að skrifa þetta niður og hafa þetta í samhengi. Það er svo margt sem mig langar að koma frá mér.

Bloggið hefur svona verið minn staður til að koma hlutum frá mér.

Hver veit, kannski hef ég einn daginn kjark í að koma þessu nánar frá mér. Sjáum til.

Að lokum langar mig bara að segja að ég veit að það er uppfullt af stelpum og auðvitað strákum líka í sömu sporum og ég.
Gerum það nú öll fyrir okkur sjálf að hætta að setja þessa gríðalegu pressu á okkur.

Við megum gera mistök.

-tinna

PS. ég ætlaði að fara að skrifa “afsakið hvað pósturinn er illa skrifaður” en fattaði svo að ég væri strax byrjuð að tala sjálfa mig niður.

PPS. mér fannst það svo ógeðslega fyndið að ég varð bara að hafa það með.

 

 

DIY “BODYCHAIN” VÍDJÓ!

Nei nú er ég náttúrlega orðin vídjó sjúk.
Two in a row people!

Þetta er samt ekki makeuptútoríal eins í og gær heldur svona DIY vídjó.
Í því sýni ég ykkur hvernig er hægt að gera svona einfalda “bodychain”

Klikkið á play!

 

takk fyrir að lesa/horfa
-tinna

TINNA THE MOVIESTAR!

HÆ!
Ef það væru gefin verðlaun fyrir versta bloggara ársins, þá væri ég alveg bókað tilnefnd, myndi líklegast vinna.

Eeeen, afsökunin mín fyrir þessu bloggleysi er bara einfaldlega sú að ég hef bæði ekki haft tíma og bara hreinlega ekki nennt að blogga í þau örfáu skipti sem ég hef haft tíma.
Ég meina það segi sig sjálft að ef ég nenni ekki að blogga þá verður bloggið leiðinlegt.
Þannig að ég ákvað bara að sleppa því. Ekki viljum við að þið farið að lesa eitthvað leiðinlegt blaður, er það nokkuð?

EEEEEN.. núna er ég búin að vera veik og hafði því loksins tíma og “nennu” í að gera eitt sem mig hefur langað að gera lengi.. VÍDJÓ!
Mig hefur langað í smá tíma að gera eitthverskonar vídjó en ég reyndar vissi ekki alveg hvað ég ætti að gera í þessu vídjói.
Ég veit bara að ég er geggjað fyndin og mig langaði að deila því með fleirum en mér sjálfri.. djók eða samt ekki djók.
En ég ákvað að gera bara make up vídjó, því að það virðist vera það allra vinsælasta núna.
Nei ég er náttúrulega ekki make up artist en ég meina hey, fullt af venjulegum ólærðum stelpum mála sig á hverjum degi, er það ekki?
Og ég meina kannski vilja þær horfa á venjulega ólærða stelpu farða sig og blaðra um snyrtidót og allskonar annað..

Mér langaði nefnilega líka aðeins að læra á Imovie og hvernig er best að gera það? Jú með því að búa til vídjó.
Svo að.. I PRESENT TO YOU : VEIK UP TÚTORÍAL (ég var veik að mála mig, það er pælining á bak við nafnið..)

Vona að þið getið hlegið að mér og mögulega lært one or two tricks…

Ég ætla samt ekki að leggja það í vana að taka upp m.u.v. Næst verður það kannski DIY vídjó, hveer veit! En endilega subscribe-ið mig á Youtube og lækið vídjóið ef ykkur fannst það skemmtó!

takk fyrir að lesa/horfa
-tinna

TINNA’S DAY OF FUN!

HÆ!
Þetta verður ekkert merkilegt blogg, alveg bara alls ekki. Svo að ef þú vilt ekki eyða tímanum þínum að óþörfu hættu þá bara að lesa núna!

Eeeen ef þú hefur ekkert betra að gera þá máttu endilega halda áfram að lesa.
Ég er samt geðveikt oft að lesa eitthvað bull sem skiptir mig engu máli bara af því að ég byrjaði að lesa og svo gat ég ekki hætt. Vitiði hvað ég meina, eða okei ég ætla að hætta núna. Ég var sjálf að breyta þessu í þetta bull sem ég er að tala um!

YFIR Í ANNAÐ!

Ég var svo gríðalega heppin að vera í fríi í dag. Ég skafa ekki af því en veðrið, dagurinn og félagsskapurinn var af betri endanum.

Ég staulaðist frammúr um hádegi og dagurinn var að stefna í sófa og ömurlegar bíómyndir í sirka tuttugasta skipti í þessum mánuði (nei ok nú er ég að ljúga, en svona níunda skiptið). Kveikti á Family Guy og byrjaði að glápa yfir morgun/hádegismatnum. Svo var með litið út um gluggan og ég hugsa “nei andskotinn sjálfur Tinna, þú bara getur ekki hangið inni í þessu veðri,,.

Ég hoppaði á fætur, undir kalda sturtu (þarna var ég að ljúga líka, hún var slefaði í 42 gráðurnar) og beint í föt. Arkaði af stað með blautt hárið, vopnuð myndavél, dúðuð í nýja úlpu (ég sýni ykkur hana við tækifæri) og gleymdi svo sannarlega ekki góða skapinu.
Ég hafði ekkert ákveðið í hugsa en rölti niður á Laugaveg, hitti þar eina frábæra frænku og fékk mér einn góðan latte með henni. Mig minnir reyndar að hún hafi kallað latte-inn minn barnakaffi eða eitthvað álíka. Já ég er enþá í þessu vanillusulli.
Eftir skemmtilegt spjall um daginn og veginn rölti ég svo af stað um allan bæ.

Vá hvað er gott að eiga einn svona hálf heilalausann dag, ekkert planað bara rölta.
Skoða, sjá, hitta fólk og BROSA. Það brast ekki brosið þegar ég gekk í áttina að Sæbrautinn. Náttúrann hefur svo sannarlega áhrif á skap. Útsýnið, maður minn ég hef aldrei séð annað eins!

Ég tók að sjálfsögðu myndir og ætla að leyfa þeim að fljóta með í þennan annars ómerkilega póst.

Okei ég elska að taka myndir af köttum, tengir einhver?

Endum þetta svo á einni selfie, er það ekki alltaf vel við hæfi?

IMG_0882

takk fyrir að lesa!
-tinna