PLÖNTUPERRINN VOL.2

Áður en ég byrja á þessum bloggpósti langar mig að þakka kærlega fallegu orðin og hvatninguna við síðasta pósti. Markmiði mínu er náð, ég kom þessu frá mér og vonandi hjálpaði ég einhverjum að koma fram og segja sína sögu.
Mig langaði líka að minna fólk á að þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á fólk upp í fullorðinárin.
TAKK!

En að öðru, ég fór í Garðheima í gær.
Ætlaði að kaupa mold og labba beint út.
Ég gat það að sjálfsögðu ekki, kom út 5 plöntun og mold ríkari. Var meira að segja næstum því búin að gleyma moldinni.

Hefði verið mér líkt, taka strætó upp í garðheima seint á þriðjudagskvöldi og gleyma því sem ég ætlaði að kaupa.
Ég labbaði út one happy customer!
3 kaktusar og 2 þykkblöðungar og hjartað mitt brosti.

Þó að úrvalið að plöntum sé yfirleitt mjög fínt á Íslandi er úrvalið af pottum alls ekki jafn gott.
Ég fann aðsjálfsögðu enga potta sem ég hefði viljað fyrir litlu plönturnar í gær, ekki nema að eyða 10k í pottana eingöngu, no way hósei.
En ég brá á það ráð að kaupa basic brúnu leirpottana (sem eru að mínu mati flottastir í laginu) og mála þá.

Ég á yfirleitt fullt af akríl málningu og allskonar föndurdrasli sem er hentugt fyrir spontant Tinnu, mig langar jú yfirleitt að gera hlutina helst áður en ég hugsa þá.
Ég kom heim úr Garðheimum um níu leytið og fór að sjálfsögðu beint í að mála blómapotta, eins og ekkert sé eðlilegra.

Processed with VSCOcam with c1 preset

Ég notaði svamp of fór tvær umferðir yfir. Kom líka bara helvíti vel út.

En ásæstæðan fyrir ferðinni í Garðheima var einmitt mold, ég þurfti að skipta út moldinni í nokkrum pottum (fluguvesen).
Ég notaði tækifærið þegar ég var að umpotta og tók myndir af rótunum á einni að mínum uppáhalds.

Þessi kom upp úr sítrónusteini sem mér tókst að láta spíra. Mér þykir svo hrikalega vænt um þær plöntur sem ég hef náð að koma upp sjálf.

Hér eru svo nýjustu fjölskyldumeðlimirnir.

Mér finnst mega kjút af hafa svona nokkra litla saman.
Ég keypti svo einn stærri kaktust en hann fékk fínan mattann silfraðan pott sem ég keypti fyrir löng síðan í Blómaval (minnir mig).

Hann fékk pláss á hilluveggnum, einum af uppáhalsstöðunum mínum í íbúðinni.

takk fyrir að lesa!
-tinna

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s