BLESS HÁR.

Þessi færsla er ekki kostuð né unnin í samstarfi við Beauty Barinn.

Þeir sem þekkja mig vita að ég hef aldrei verið óhrædd við að prufa nýja hluti á hausnum á mér.
Nei ég er ekki að tala um eitthvað dirty, ég veit alveg hvernig þið öll hugsið.

Ég er að sjálfsögðu að tala um hárið á mér.

Fyrir jól var ég komin með vel sítt hár og fílaði það ágætlega.

Screen Shot 2016-04-04 at 20.40.06

En það var samt alltaf eitthvað að trufla mig, ég var alltaf með hárið upp og nennti voða sjaldan að gera “greiðslur” í það.
Ég endaði á því að klippa það rétt fyrir jól alveg stutt.

Screen Shot 2016-04-04 at 20.39.39

Aldrei þessu vant þá sá ég pínu eftir því, ég var bara ekki að fíla mig. Fannst ég alltaf eitthvað asnalega og átti erfitt með að gera eitthverskonar do í hárið.

Ég komst svo að því að það var bara klippingin sem ég var ekki almennilega ánægð með. En þegar ég hef verið með stutt hár þá finnst mér það lang flottast vel stutt.

Svo þegar við vorum í Berlín núna um daginn sá ég stelpu í auglýsingu með snoðað ljós hár og mér fannst það sjúkt. Ég var alveg heilluð og staðráðin í að þetta skyldi ég nú gera.

Ég hef aldrei tvístigið neitt við svona ákvarðanir og fór því eins fljótt og ég gat í klippingu til að koma þessum gjörning í verk.

Ég fór á Beauty Bar í Kringlunni settist í stólinn og sagði þeim að gjöru svo vel og taka það allt af og aflita.

VOILA

Mikið andskoti er ég ánægð með hárið!

Ég er samt svona enþá að vinna í að prufa fataskápinn minn við nýja hárið, en oft finnst mér sumt ekki klæða mig eftir að ég geri svona drasktískar breytingar. En þá bætist alltaf eitthvað annað inn sem passaði kannski ekki áður.

Þetta var frekar langt prósess þar sem ég var með litað hár fyrir (dökkt) og þurfti því að fá aflitun tvisvar og grátt skol svo eftir það til að tóna út rauða litinn samt var efst á kollinum.

Nú bíð ég bara spennt eftir smá rót því að þannig held ég að þetta sé flottast. Ég hlakka líka til að raka það aftur þegar það hefur vaxið smá. Þá ætla ég að aflita aftur og ætti ég að ná því alveg hvítu í það skiptið.

Ég hef áður krúnurakað mig svo að það var ekkert stress að raka það allt af í annað skipti. Mig langar samt að mæla eindregið með því fyrir ykkur sem hafið alltaf langað en ekki þorað, maður rokkar allt ef maður er sjálfur sáttur og öruggur í eigin skinni.

Við þurfum ekki hár til að vera töffarar!

——————————————-

Að lokum langar mig bara að koma einu á hreint.
Vegna allrar umræðu um daginn um lífstílsbloggar og hvað þeir fái mikið frítt langar mig að taka fram að ég hef aðeins einu sinni fengið vörur gefins í því yfirskini að ég myndi fjalla um þær ef ég væri ánægð með þær.
Það var um daginn þegar ég fór í partý og voru þetta gjafir í svokölluðum “goodiebag”.
Ef ég kem til með að fjalla um þessar vörur hér á blogginu mun ég að sjálfsögðu taka fram að þær hafi verið gjöf.
Mig langaði bara að henda þessu fram þar sem að ég hef aldrei skrifað efst í færslur hvort að þær séu kostaðar eða auglýsing. Ég fann mig bara ég knúna til að gera það vegna þess að ég hafði aldrei fram að þessu fengið neitt sent.

——————————————-

-tinna

——————————————-

I have never been afraid to change my hair. To me hair comes and goes.

The first photo is taken before last year when I had grown it longer than usually. I like it but there was always something bothering me. I always had it up in a knot and never had desire to do anything new style wise.

Then just before christmas I cut it short and for the first time I got a little regret, but I found out quickly that it was the style of the cut that was bothering me. Usually when I’ve had it short it’s been really short and I like that the best.

So when I saw this awesome chick in a ad campaing in Berlin I knew I had my next style figured out. She had a blonde shaved head and I loved it!

Now I’m just waiting for my roots to grow a bit, I think it will look really cool with a bit of dark root.

MINIMALÍSKT

Ég verð að viðurkenna að þó ég elski þetta bjútífúll mess sem að íbúðin okkar er þá heillar minimalískur stíll mig alltaf meira og meira.

Við eigum svo ofboðslega mikið af dóti og “drasli” og í svona lítilli íbúð þá ná hlutirnir oftast ekki að njóta sín.

Nú er bara mission “minnka draslið” að fara í gang hjá mér.

Það er örugglega ágætt að eiga fáa en góða hluti þegar kemur að heimili og klæðnað.

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók saman af pinterest af minimalískri list og hillum sem heillaði mig.

Vonandi áttuð þið öll góðan mánara.

-tinna

————————

I have to admit. Even though I like the beautiful mess that our apartment is, I’m starting to like the minimalistic style more and more.

We have so much stuff and  it doesn’t fit into this small apartment.

NOW: mission less clutter.

It’s probably a good idea to have just a few good things when it comes to the home and the closet.

Here are a few pictures from pinterest that i liked a lot.

BERLÍN Í MYNDUM

Við Bjartur ákváðum að skella okkur til Berlínar yfir páskana.

Það er alveg á hreinu að þangað fer ég aftur!

Þessi borg er alveg að mínu skapi. Hún er skemmtileg blanda af nýju í bland við gamalt, rosalega mikið grafítí, mikið af “öðruvísi” fólki og virkilega mikið að sjá og skoða!

Ég leyfi myndunum að tala.

Takk fyrir mig Berlín, þar til næst!

-tinna

18/3/2016

Nú er alveg ofboðalega langt síðan ég skrifaði hér.
Ég hef legið í algjörum dvala. Ekki gert neitt, það er bara vinna, borða, glápa á sjónvarpið og sofa. Svo endurtekur leikurinn sig daginn eftir.

En hingað og ekki lengra, nú ætla ég að gera eitthvað í mínum málum.

Hér eftir er smá “pistill” eða játning er frekar rétta orðið.

Ég er búin að sitja við tölvuna heillengi og opna nýtt skjal, hvert á fætur öðru.
Skrifa, skrifa og skrifa og byrja svo upp á nýtt.
Ekkert af því sem ég hef skrifað finnst mér nógu gott.

“Hvað ef öllum finnst ég asnalega” kemur upp í kollinn á korters fresti.

Þetta einmitt ástæðan fyrir þessum skrifum.

Ég, þú, við eigum það allt of oft til að hafa enga trú á sjálfum okkur.

Ég get allavega sagt fyrir mitt leyti að ég hef alveg rosalega litla trú á sjálfri mér og tala sjálfa mig niður í gríð og erg. Mér finnst ekkert sem ég geri nógu gott. Alltaf þegar ég geri eitthvað sem ég ætti að vera stolt af kemur neikvæðnis röddinn aftur í hnakkanum og rakkar þetta allt niður.

Þessu fylgir auðvitað gríðalegur kvíði, kvíði um að ég sé ekki nógu góð.
Kvíði um að þetta misheppnist. Kvíði sem svo fylgir manni um allt.

Þar á eftir kemur fullkomnunaráráttan og pressan um að vera flott og fín. Því guð það má enginn taka eftir þessari bólu á hökunni á þér. Þeim gæti fundist þú alveg ómögulega manneskja. Nú eða blettnum í buxunum, þú þyrfti helst að fara heim og skipta um.
En ef þú kemst ekki heim að skipta þá er best að taka trúðinn á þetta og benda á hann á fyrrabragði og hlæja, það er betra.

Ég finn fyrir gríðalegri pressu að vera svona eða hinseginn. En hún kemur öll frá mér sjálfri.

Ég er 25 ára, meðvirk, með kvíða, vanlíða og set allt of mikla pressu á sjálfa mig um að allt þurfi að vera tip top svo að engin sjái hversu illa mér líður stundum.

Þetta er viss skellur að ranka við sér í þessu ástandi, nánast hætt að gera hluti því að ég verð of kvíðin/hrædd um að fólki eigi eftir að mislíka það sem ég geri. Vita hreinlega ekki hvers virði maður er.

Ég er hinsvegar ekki fyrst núna að átta mig að þetta sé ekki eðlilegt ástand.

Það eru um tvö ár síðan ég leitaði til sálfræðing vegna vanlíða og kvíða.

Ég hætti að mæta eftir nokkra tíma. Hann vildi bara tala um hluti sem ég hafði engan áhuga á að tala um. Mér fannst þeir ekkert koma þessu ástandi mínu við. Mér fannst hann bara vitleysingur. Í dag hef ég svo auðvitað áttað mig á að það sem hann vildi ræða er rót vandamála minna.

Ég var að ég held bara í bullandi afneitun um minn vanlíðan, hélt að hann myndi bara segja mér að það væri ekkert að mér og senda mig heim.

Í dag veit ég auðvitað að mér hefði bara verið meinhollt að halda áfram að hitta hann. En þessi bloggpóstur er svona fyrsta skrefið hjá mér. Næsta skrefið er að finna  mér sálfræðing sem mér líkar.

Það er auðvitað hálf furðulega að finnast geðsjúkdómar og vanlíði hjá öðrum ekkert tabú en geta ekki feisað sín eigin vandamál.

Ég er búin að eiga mjög erfitt með að skrifa þetta niður og hafa þetta í samhengi. Það er svo margt sem mig langar að koma frá mér.

Bloggið hefur svona verið minn staður til að koma hlutum frá mér.

Hver veit, kannski hef ég einn daginn kjark í að koma þessu nánar frá mér. Sjáum til.

Að lokum langar mig bara að segja að ég veit að það er uppfullt af stelpum og auðvitað strákum líka í sömu sporum og ég.
Gerum það nú öll fyrir okkur sjálf að hætta að setja þessa gríðalegu pressu á okkur.

Við megum gera mistök.

-tinna

PS. ég ætlaði að fara að skrifa “afsakið hvað pósturinn er illa skrifaður” en fattaði svo að ég væri strax byrjuð að tala sjálfa mig niður.

PPS. mér fannst það svo ógeðslega fyndið að ég varð bara að hafa það með.

 

 

#EINELTIERÓGEÐ

Allt í kring um mig í dag er svo flott fólk, fólk sem þorir. Ég vil vera fólk sem þorir, ég vil hjálpa öðrum, ég ætla ekki að þegja. Ég ætla að kjafta þegar aðrir þora því ekki.
Ég ætla að vera fólk sem þorir!

Mig langar svo að segja ykkur sögu, söguna mína.

61637_10151535677054097_226756542_n
Margir af mínum ættingjum og vinum vita hana auðvitað en kanski ekki alla.
Ástæðan fyrir að ég ætla að segja hana núna er vegna þess að hún tengist Vestmannaeyjum, en þangað var ég að koma í fyrsta skipti í 9 ár núna um helgina.
Ástæðan fyrir því að þetta var fyrsta heimsóknin í 9 ár er vegna þess að ég fékk/fæ kvíðahnút í magan bara við tilhugsunina að fara þangað.

Ég var lögð í einelti.

Ég man ekki alveg hvenær það byrjaði eða hvað ég var gömul eða einu sinni afhverju, réttast sagt þá held ég að það hafi ekki verið nein ein ástæða.
Ég man ekki eftir því að hafa verið hamingusöm í Vestmannaeyjum. Mín minning af barnæsku er vægast sagt ömurleg, mér fannst ég alltaf ein, mér fannst ég ömurleg, mér fannst ég einskis virði.
Það var aldrei neitt sérstakt, þetta voru mögulega smávægilegir hlutir (sjáið ég er enþá að gera lítið úr þessu), en pot hér og þar, uppnefningar, “mamma leyfir bara 2 að koma heim”, gleymdum að bjóða þér með og þess lags hlutir.

Ég er alls ekki að segja að ég hafi ekki átt neina vini, ég átti nokkrar ágætis vinkonur, verst bara að þegar þeim bauðst að hanga með eitthverjum sem var vinsælli þá var ég auðvitað bara skilin útundan.
Á endanum var ég auðvitað orðin bara alveg útundan.

Ég verð að rifja upp eitt sérstaklega, þetta voru nefnilega ekki bara krakkarnir.
Ætli ég hafi ekki verið í 6 eða 7unda bekk, við vorum með afleysingakennara. Ég man ekki alveg ástæðuna, hún var örugglega engin en nokkrir af strákunum í bekknum helltu mjólk í hárið á mér og tróðu mandarínum inn á bakið á mér.
Ég fór að hágráta og beið eftir að kennarinn gripi inn í.
Hún sagði mér að hætta þessu væli.
Þarna var manneskja sem átti að vera með mér í liði, hún var það svo sannarlega ekki.

Aldrei gæti ég setið hjá og gert ekki neitt þegar einhver eru beittur andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Einelti er jú ekkert nema andlegt eða líkamlegt ofbeldi.
Ég fékk kvíða, mig langaði ekki að mæta í skólann. Mig langaði aldrei í skólann.
Kvíða sem engin vissi af, ég leyndi öllum vanlíða og hef gert meira og minna síðan. Ég á ótrúlega erfitt með að treysta, ég hef oftast litla sem enga trú á sjálfri mér. Ef ég segji eitthvað heimskulegt eða geri mig að fífli (án þess að ætla mér að gera það, þið vitið hvernig ég get verið) þá fæ ég áráttu yfir því hversu asnaleg ég hafi verið, geng meira að segja stundum svo langt í hausnum á mér að halda að fólk vilji ekki tala við mig aftur.

Mér á ekki að líða illa, þeim á að líða illa.

Börn geta verið svo ótrúlega grimm og mögulega gera sér ekki einu sinni grein fyrir því. Þessvegna langar mig að biðla til ykkur sem eldri eruð og hafið vit og gerið ykkur grein fyrir grimmd. Stoppið þetta strax, ekki standa hjá og leyfa þessu að viðgangast.
Það er undir okkur komið að kenna þeim munin á réttu og röngu og einelti er ALLTAF rangt!

Ég flutti frá Vestmanneyjum strax eftir áttunda bekk.
Ég á enga æskuvini.
En sem betur fer eru ekki allir eins.
Í dag á ég margar mjög góðar vinkonur – ég ætla að kalla þær fullorðins vinkonur.
Mínar bestu vinkonur eru þær sem ég kynnstist á fullorðinsárum.

Auðvitað verð ég drullu sár og svekkt að eiga engar æskuvinkonur, en ég ætla svo sannarlega ekki að hengja mig á það. Ég skapa bara frábærar minningar með fullorðins vinkonum mínum.

Ástæðan fyrir þessum skrifum er ekki til að fá vorkunn, alls ekki.

Mig langaði að þora að segja frá eins og aðrir og vonandi fá aðra til að þora líka.

#EINELTIERÓGEÐ

Takk Birna fyrir að segja þína sögu og veita mér kjark til að gera slíkt hið sama.

Þó að þessi ferð til Eyja hafi verið mér erfið í fyrstu þá var hún samt þess virði. Ég var viðstödd jarðaför langömmu minnar, sem betur fer stoppaði þetta mig ekki.

Ég skoðaði mig um, það hefur margt breyst en sumt ekkert.
Mikið finnst mér Vestmanneyjar fallegar þegar ég horfi á þær í “skrýrara” ljósi.

takk fyrir að lesa!
-tinna

Ég ætla að enda þetta á nokkrum myndum sem ég tók liðina helgi.

Svo mæli ég með að allir klikki á play hér að neðan og styrki þetta málefni.

 

 

SAGA AF BAUNUM

Já ég veit þessi mynd er ekki neitt rosalega girnileg. En trúið mér það sem hægt er að gera úr þessu er það!

Ég ætla að gefa mér að þið öll sem börn hafið ekki borðað eitthvað en svo seinna meir lært/komist að því að það var bara alveg fínt á bragðið.

Ég var horaður, matvandur krakki.
Með sérþarfir þegar að kom að mat.

Ömmur mínar hljóta að hafa verið mjög þolinmóðar.

Ein þeirra talar einmitt oft um að ég hafi einu sinni sagt að lasagnea væri minn uppáhaldsmatur og ég myndi gjarnan vilja slíkt þegar ég kæmi á meginlandi í heimsókn til hennar.
Amma gamla skellti í dýrndis lasagnea, hvort hún hafi ekki græjað uppskrift annars staðar frá og læti.

Isss, þetta var nú ekki það sem ég vildi, mér fannst sko miklu betra svona pakka lasagnea.

Eftir því sem ég eldist kemst ég alltaf að nýjum hlutum um bragðkyrtlana mína.

T.d. í fyrra smakkaði ég á ólífum í fyrsta skipti, ég var alltaf mjög föst á því að mér þættu þær ógeðslegar og ég gæti sko aldrei borðað þennan horbjóð.

Í dag þegar ég geri vel við mig þá sit ég upp í sófa með fulla krukku af grænum ólífum. Bara það og ekkert annað, takk fyrir.

Ég ætla reyndar ekki að fara að telja þetta allt upp, það væri langt blogg sem engin myndi nenna að lesa.

En eitt af því sem ég vildi aldrei borða en borði samt alveg voru bakaðar baunir. Mér fannst þær ömurlega vondar og hallærislegar.

IMG_6022
En svona þegar ég fór að búa og var búin að elda beikon pasta 13 sinnum á 7 vikum þá hætti ég að nenna að vera alltaf að “elda” eitthvað og datt því í hug að prufa bakaðar baunir á brauð aftur. Jú ég væri nú búin að eldast og þætti þetta pottó ekki vont lengur.

Viti menn mér fannst þetta bara, afsakið orðbragðið en drullu gott. Síðan þá hefur brauð með bökuðum baunum, osti og Kod&Grill kryddi verið reglulega á matseðlinum hjá okkur Bjarti.
Maður þarf nefnilega ekki alltaf að vera með eitthverja flókna rétti.

IMG_6021

Eins og t.d. þessi hérna réttur, virkilega einfalt (ekkert rosalega næringaríkt en ég meina hey..)

Steiktar pullur og dósaspagettí, var alltaf jafn vinsælt hjá pabba.
Það er einmitt á matseðlinum í næstu viku hjá okkur.

Ég veit ekki kanski finnst ykkur ég furðuleg, ég veit svosem ekki hvað öðrum finnst eðlilegt en ég hef heyrt frá mörgum að þeir borði að minsta kosti ekki eins ristabrauð og ég.
Hvað meiniði, borðið þið ekki ristað brauð með smjöri, banana og Kod&Grill kryddi?

Það var eitthver ástæða fyrir því að ég ætlaði að blogga um mat, upprunalega var það ekki til að tala um dósamat. Ég man bara ómögulega hvað átti að vera merkilegt við þetta allt saman.
En, kanski er ég bara buin að finna mína sérstöðu í bloggflórunni á íslandi.

“Tinna Rún er bloggari og heldur úti síðunni tinnarun.com. Þar bloggar hún aðalega um næringasnauðann dósamat, varaliti og fötin sem hún kaupi sér.” 

Þetta gæti alveg verið úr Fréttablaðinu, er þaggi?

takk fyrir að lesa!

-tinna

PS. eftir að á að hyggja langaði mig að lista niður brot af því sem fær ekki að vita hvernig þarmar mínir líta út.

  • Sveppir – verkfæri djöfulsins
  • Aspas – eitt orð, slepjulegt.
  • Þistilhjörtu – nafnið sjálft er náttúrlega bara viðbjóður
  • Skinka – eitt orð oj. (ég borða samt parma/serrano skinku og elska þær.)
  • Kjúklingur – hræsnarinn ég borða samt svona platkjúlla eins og í nuggets.
  • Ananas – ugh
  • Epli – hljóðið sem kemur, eruð þið ekki að djóka hvað það er ógeðslegt.
  • Endur, gæsir, hérar, elgir og allt þetta krúttlega. Ég ætti mögulega að gerast grænmetisæta aftur, er með krónískann sammara. Fæ illt í hjartað þegar ég borða góða steik.

PPS. Svona afþví að ég minntist á þetta með hljóðið í eplunum!
Ég verð/ætla að henda í blogg um hljóð. Misonomia, eitther ykkar heyrt um það?

PPS. Ef ykkur langar að fylgjast með kaupsjúkri stelpur með athyglissýki upp á next level þá er snappið mitt tinnarun90

BOOTCUT IS BACK!

Ímyndið ykkur litla íbúð í 101, íbúarnir vinna bæði í fatabúð og hafa gert í mörg ár. Svefnherbergið er sirka 5 fermetra (gæti alveg eins verið 2 eða 10, hvað veit ég).

Föt for fokking miles. Sama hvert ég lít í íbúðinni, FÖT.

Á sófanum, inn á baði, undir stól, ofan á stól, á sínum stað inní herbergi nei sko allstaðar.

Mig vantar (lesist langar) svo í fataherbergi, ég græt.

Afhverju, jú maður getur alltaf á sig blómum bætt.

Óskalistinn minn fyrir haustið er svo hljóðandi.

Góðar ú t v í ð a r gallabuxur!

Svarta támjóa skó – við útvíðu buxurnar mínar.

Fallega tösku sem ég ber með stolti á framhandlegg.

Camel litaða kápu. Need it, want it, have to have it.

unnamed (2)

Þessi kemur sterklega til greina. Hún er frá Moss Reykjavík.

Fallegann hatt – svo ég geti verið glamorous í útvíðu gallabuxunum mínum

unnamed (3)

T.d þenna, aðsjálfsögðu úr Galleri 17, hann er líka camel litaðar. Tvær flugur í einu höggi!

Slá í anda Burberry

ponchos--z (1)

Hér er Burberry sláin góða. Tískudívurnar, Suki, Olivia og Cara eiga að sjálfsögðu allar eina slíka. En ekki hvað!

ÚR! – hvernig geta konur mætt á fund á réttum tíma ef þeir eiga ekki fallegt úr að líta á?

794099bd846257b5ecdb83a49780f13c

D.W. – þreytt eða klassískt? Dæmi hver fyrir sig. Ég er að hallast að klassíkinni.

En svona yfir heildina litið – þá vantar mig útvítt og mig vantar það núna!

“I’m bringin bootcut back, you motherfuckers dont know how to act,,

Var þetta hallærislegt, uuu já.

En svona öllu gríni sleppt þá er bootcut/flare að koma aftur og ég er sjúklega til í það.

Löngu leggirnir mínir þrá að sína sig og sjá aðrar skvísur í útvíðu. Það er eitthvað svo kvenlegt við útvítt.

Hvað er ég búin að skrifa útvítt oft? –  skiptir engu mig langar í útvítt.

Nú hugsa margir, hún vinnur í fatabúð afhverju kaupir hún sér ekki útvítt? Já ef það væri svo einfalt, það er nægt úrval í G17 af útvíðu. En hefur þú prufað að vera 184 cm í buxnaleit?

Mér hefur reyndar tekist að finna einar semí flare en þær eru úr draktarefni eða er það dragtar? G eða K skipti ekki öllu máli, þið fattið hvert ég er að fara. Held svona öllu gríni sleppt að ég sé að skrifa dragt/drakt í fyrsta skiptið.

Screen Shot 2015-09-25 at 23.03.58

Þessar eru frá Modström. Ofboðslega fínar.

Þessar gulrótabuxur mega alveg vera aðeins stuttar og ég hef látið mig hafa það. Útvítt verður, ég endurtek verður að vera sítt. Ég veit fátt jafn ljótt og of stuttar bootcut, flare eða palazzo pants.

Allt í einu fór ég að mindfokka rosalega með orðið útvítt – er eitthvað rangt við það, er það ekki?

Eitt nýtt í fataskápinn minn samt sem áður, sem aðsjálfsögðu passar við útvítt!

unnamed (1)

Basic síð krispí hvít skyrta. Nei sko það brakar í henni, uhh humm.

Læt þetta gott í bili. Farin að sjá orðið útvítt fyrir mér og þið örugglega líka.

takk fyrir að lesa

-tinna