BLESS HÁR.

Þessi færsla er ekki kostuð né unnin í samstarfi við Beauty Barinn.

Þeir sem þekkja mig vita að ég hef aldrei verið óhrædd við að prufa nýja hluti á hausnum á mér.
Nei ég er ekki að tala um eitthvað dirty, ég veit alveg hvernig þið öll hugsið.

Ég er að sjálfsögðu að tala um hárið á mér.

Fyrir jól var ég komin með vel sítt hár og fílaði það ágætlega.

Screen Shot 2016-04-04 at 20.40.06

En það var samt alltaf eitthvað að trufla mig, ég var alltaf með hárið upp og nennti voða sjaldan að gera “greiðslur” í það.
Ég endaði á því að klippa það rétt fyrir jól alveg stutt.

Screen Shot 2016-04-04 at 20.39.39

Aldrei þessu vant þá sá ég pínu eftir því, ég var bara ekki að fíla mig. Fannst ég alltaf eitthvað asnalega og átti erfitt með að gera eitthverskonar do í hárið.

Ég komst svo að því að það var bara klippingin sem ég var ekki almennilega ánægð með. En þegar ég hef verið með stutt hár þá finnst mér það lang flottast vel stutt.

Svo þegar við vorum í Berlín núna um daginn sá ég stelpu í auglýsingu með snoðað ljós hár og mér fannst það sjúkt. Ég var alveg heilluð og staðráðin í að þetta skyldi ég nú gera.

Ég hef aldrei tvístigið neitt við svona ákvarðanir og fór því eins fljótt og ég gat í klippingu til að koma þessum gjörning í verk.

Ég fór á Beauty Bar í Kringlunni settist í stólinn og sagði þeim að gjöru svo vel og taka það allt af og aflita.

VOILA

Mikið andskoti er ég ánægð með hárið!

Ég er samt svona enþá að vinna í að prufa fataskápinn minn við nýja hárið, en oft finnst mér sumt ekki klæða mig eftir að ég geri svona drasktískar breytingar. En þá bætist alltaf eitthvað annað inn sem passaði kannski ekki áður.

Þetta var frekar langt prósess þar sem ég var með litað hár fyrir (dökkt) og þurfti því að fá aflitun tvisvar og grátt skol svo eftir það til að tóna út rauða litinn samt var efst á kollinum.

Nú bíð ég bara spennt eftir smá rót því að þannig held ég að þetta sé flottast. Ég hlakka líka til að raka það aftur þegar það hefur vaxið smá. Þá ætla ég að aflita aftur og ætti ég að ná því alveg hvítu í það skiptið.

Ég hef áður krúnurakað mig svo að það var ekkert stress að raka það allt af í annað skipti. Mig langar samt að mæla eindregið með því fyrir ykkur sem hafið alltaf langað en ekki þorað, maður rokkar allt ef maður er sjálfur sáttur og öruggur í eigin skinni.

Við þurfum ekki hár til að vera töffarar!

——————————————-

Að lokum langar mig bara að koma einu á hreint.
Vegna allrar umræðu um daginn um lífstílsbloggar og hvað þeir fái mikið frítt langar mig að taka fram að ég hef aðeins einu sinni fengið vörur gefins í því yfirskini að ég myndi fjalla um þær ef ég væri ánægð með þær.
Það var um daginn þegar ég fór í partý og voru þetta gjafir í svokölluðum “goodiebag”.
Ef ég kem til með að fjalla um þessar vörur hér á blogginu mun ég að sjálfsögðu taka fram að þær hafi verið gjöf.
Mig langaði bara að henda þessu fram þar sem að ég hef aldrei skrifað efst í færslur hvort að þær séu kostaðar eða auglýsing. Ég fann mig bara ég knúna til að gera það vegna þess að ég hafði aldrei fram að þessu fengið neitt sent.

——————————————-

-tinna

——————————————-

I have never been afraid to change my hair. To me hair comes and goes.

The first photo is taken before last year when I had grown it longer than usually. I like it but there was always something bothering me. I always had it up in a knot and never had desire to do anything new style wise.

Then just before christmas I cut it short and for the first time I got a little regret, but I found out quickly that it was the style of the cut that was bothering me. Usually when I’ve had it short it’s been really short and I like that the best.

So when I saw this awesome chick in a ad campaing in Berlin I knew I had my next style figured out. She had a blonde shaved head and I loved it!

Now I’m just waiting for my roots to grow a bit, I think it will look really cool with a bit of dark root.

TINNA THE MOVIESTAR!

HÆ!
Ef það væru gefin verðlaun fyrir versta bloggara ársins, þá væri ég alveg bókað tilnefnd, myndi líklegast vinna.

Eeeen, afsökunin mín fyrir þessu bloggleysi er bara einfaldlega sú að ég hef bæði ekki haft tíma og bara hreinlega ekki nennt að blogga í þau örfáu skipti sem ég hef haft tíma.
Ég meina það segi sig sjálft að ef ég nenni ekki að blogga þá verður bloggið leiðinlegt.
Þannig að ég ákvað bara að sleppa því. Ekki viljum við að þið farið að lesa eitthvað leiðinlegt blaður, er það nokkuð?

EEEEEN.. núna er ég búin að vera veik og hafði því loksins tíma og “nennu” í að gera eitt sem mig hefur langað að gera lengi.. VÍDJÓ!
Mig hefur langað í smá tíma að gera eitthverskonar vídjó en ég reyndar vissi ekki alveg hvað ég ætti að gera í þessu vídjói.
Ég veit bara að ég er geggjað fyndin og mig langaði að deila því með fleirum en mér sjálfri.. djók eða samt ekki djók.
En ég ákvað að gera bara make up vídjó, því að það virðist vera það allra vinsælasta núna.
Nei ég er náttúrulega ekki make up artist en ég meina hey, fullt af venjulegum ólærðum stelpum mála sig á hverjum degi, er það ekki?
Og ég meina kannski vilja þær horfa á venjulega ólærða stelpu farða sig og blaðra um snyrtidót og allskonar annað..

Mér langaði nefnilega líka aðeins að læra á Imovie og hvernig er best að gera það? Jú með því að búa til vídjó.
Svo að.. I PRESENT TO YOU : VEIK UP TÚTORÍAL (ég var veik að mála mig, það er pælining á bak við nafnið..)

Vona að þið getið hlegið að mér og mögulega lært one or two tricks…

Ég ætla samt ekki að leggja það í vana að taka upp m.u.v. Næst verður það kannski DIY vídjó, hveer veit! En endilega subscribe-ið mig á Youtube og lækið vídjóið ef ykkur fannst það skemmtó!

takk fyrir að lesa/horfa
-tinna

SNYRTITASKAN MÍN!

Ég og Bjartur gerðum vel við okkur í gær og skelltum okkur saman í ELKO.

Eða ég tók strætó þangað og hann hjólaði. Djöfull erum við kjút.
En tilgangur ferðarinnar var að fjárfesta í góðri myndavél: JEIJ!
Ég var búin að vinna smá rannsóknarstarf og auðvitað löngu búin að ákveða hvaða vél ég vildi. Sé ekki eftir valinu en sem komið er.

ecshop_detail_eosm31855

Þetta er skvísan sem var fyrir valinu. Hún eða réttara sagt hann hefur hlotið nafni Maggi Myndavél

En í tilefni þess að geta loksins tekið almennilegar myndir ákvað ég að sýna ykkur aðeins í snyrtitöskuna mína.

IMG_5871

Taskan sjálf er nú ósköp lítil og ómerkileg, úr Lindex. Ég á aðra stóra úr H&M en  mér finnst hún eiginlega of stór.

Nýjustu úr MAC, hrikalega ánægð með þá.
Frá vinstri: YASH, TAUPE & CHILI.
Allir mattir að sjálfsögðu, ég er bara alls ekki fyrir glans í varalit.

IMG_5868

Face&Body meikið er ég að prufa í fyrsta skipti núna. Ég hef alltaf notað bara litað dagkrem eða BB krem og langaði að prufa eitthvað nýtt. Það er létt og áferðafallegt. Þennan hyljara frá MAC hef ég notað núna í nokkur ár og stefni á að halda því bara áfram. Hann gerir kraftaverk.  Svo er þarna líka glært púður sem mattar, ég var að kaupa svoleiðis í fyrsta skipti frá MAC og er mjög sátt.

IMG_5869

Þessi SEPHORA kinnalitur í litnum Oh my gosh (N°10) er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Virkilega bjartur og skemmtilegur litur. Hressandi þegar sumarbrúnkann er alveg horfin.

Base og top coat frá ESSIE, snilld sem allir verða að eiga.
It’s a Piazza Cake frá OPI. Ég er mjög ánægð með litinn á því, virkilega skemmtilegur 70’s fýlingur í honum.
Naglalakkseyðir frá SEPHORA, svona sem þú stingur puttanum ofaní. Ég sver ég kaupi mér ekki venjulegann eyði aftur. Þetta er mesta snilldin.

IMG_5865

Handspritt með kókoshnetu lykt úr BODY SHOP.
Ég tek þennan með hvert sem er, það er svo sjúklega góð lykt af honum að ég er mögulega að nota hann aðeins meira en ég ætti. En ég meina, þá er ég bara alltaf með geggjað hreinar hendur.

Á myndunum er svo ein af mínum uppáhaldsplöntum, en þetta er peperomia obtusifolia. Hana keypti ég í fyrra minnir mig. Hún hefur amk stækkað rosalega mikið frá því ég keypti hana. Þið sjáið einnig glitta í eitthverskonar týpu af Aloe Vera. Ég á eina svoleiðis frekar stór og hún gerir ekkert annað en að “búa til börn” ég hef varla undan. Vantar eitthverjum afleggjara?

takk fyrir að lesa!

-tinna

HAUSTFJÖRÐ WISHLIST!

Þar sem að ég er ekki Make Up Artist þá veð ég nú ekki í snyrtivörum. Ég kaupi mér það sem ég þarf þegar ég þarf það og er ekki mikið í að skoða snyrtivörur. Ég hef reyndar alltaf gaman af nýjum varalitum og skoða ég þá því af og til.
Ég veit ekki hvort eitthver ykkar lendi í þessu en hjá mér virðist það vera þannig að allt sem ég nota dags daglega klárast alltaf allt í einu.
Nú er ég t.d. komin á síðustu dropana í hyljaranum, sólapúðrið orðið svo þunnt að það brotnar við að horft sé á það, maskarinn komin á síðasta séns svona svo eitthvað sé nefnt.
Þetta getur verið hvimleitt, að þurfa að leggja út fyrir öllu í einu.
En eftir að ég kynnstist Haustfjörð.is þá eru snyrtivörukaupin mun auðveldari og ódýrari! Ég hef alltaf fengið frábæra þjónustu, sendingin fljót að berast og vörurnar alltaf staðist mínar væntingar. Eftir að ég fór að versla snyrtivörur á netinu þá held ég að ég fái bara ekki sjálfa mig aftur inní snyrtivörubúð. Á eitthvern asnalegann hátt hefur mér alltaf liðið svo kjánalega að fara inn í búðir eins og MAC og MakeUpStore en ég er ein af þeim sem vill ekki fá aðstoð og langar bara að græja hlutina sjálf, en þar get ég það einfaldlega ekki. Oft veit ég ekki einu sinni hvað ég er að skoða, kannski haldið að það sé ég hafi í höndunum sé allt annað en það er. Mér finnst svo miklu betra að geta bara smellt á vöruna, það stendur nákvæmlega hvernig hún virkar og fyrir hvað hún er ætluð, er ég ein um þetta? Mér finnst það ólíklegt!
Ég tók einn rúnt þar áðan og ákvað að setja saman í póst um hvað mig vantar og hvað mig langar í.

Screen Shot 2014-11-18 at 14.18.52

 

Eyebrow Stylist – Medium

  1.990 kr hér

Ég hef alltaf notað eyebrowkittið úr BodyShop en langar að prufa eitthvað annað, þessi gæti vel gengið!

Screen Shot 2014-11-18 at 14.19.03

Dip It Eyeliner – Silver

 1.490 kr hér

Ég persónulega elska silfur, ég á einn silfurlitaðann eyeliner úr BodyShop sem ég er frekar ánægð með en hann fer að klárast!

Screen Shot 2014-11-18 at 14.19.17

Eau La La – Satchel

1.590 kr hér

Fallegur brúnn litur, þar sem ég er með græn augu hef ég alltaf verið hrifin af brún, græntóna eyeliner-um.

Screen Shot 2014-11-18 at 14.19.40

Bronze Block – Dark

2.390 kr hér

Þetta sólapúður er skemmtilegt og allt öðruvísi en það sem ég nota núna, hér er hægt að blanda öllu saman eða nota t.d. kinnalitinn einan og sér.

Screen Shot 2014-11-18 at 14.19.50

Hide It – 00

1.390 kr hér

Basik hyljarinn sem spf 15 – eitthvað sem er nauðsynlegt að mínu mati, húðin er stærsta líffærið okkar og við verðum að fara vel með hana!

Screen Shot 2014-11-18 at 14.20.03

Luminaire Highlighting Concealer – Lumi 01

1.990 kr hér

Hyljari sem gefur húðinni ljóma, flottur t.d. undir augu á kinnbein eða undir augabrúnir.

Screen Shot 2014-11-18 at 14.20.13

Volume and Curl – Brown

1.690 kr hér

Ég hef lengi ætlað að prufa brúnan maskarar og mér líst vel á þennan. Ég þoli ekki maskara með gúmmí greiðum, þeir eiga það til að pirra augun mín og erta og enda ég oftast á því að tárast. Þessi maskari er með venjulegum maskarabursta.

Screen Shot 2014-11-18 at 14.20.26

Sugar – Kinnalitir

2.890 kr hér

Fallegir “haustlegir” litir. Ég er alveg ótrúlega skotin í þessum dökkrauða og hugsa að hann komi skemmtilega út!

Þetta er allt komið á óskalistann – þá þarf fátæki námsmaðurinn bara að fjármagna þetta allt – getur maður ekki stofnað bara svona karolinafund? – djók

Þess má nú samt til gamans geta að fyrir allar þessar vörur þyrfti ég að punga út rúmum 15.500 kr sem mér persónulega finnst bara djók miðað við hvað gengur og gerist. Frábærara snyrtivörur á lygilega góðu verði!

-tinna

HÁR INSPO!

Eina sem ég hef gert við hárið mitt núna í hálft ár var ombre litun sem ég sagði ykkur frá hér.
Ég hef auðvitað aðeins sært það af og til en ekkert annað frá því ég skellti mér í jólaklippingu.
Þá lét ég taka slatta af því (pínu bömmer eftir á), mig langaði svo að láta jafna línuna í hárinu en það var rosalega missítt frá því ég krúnurakaði mig.
Síðasta sumar fékk ég mér perm og það hefur haldis rosalega vel í hárinu á mér. Með réttri meðhöndlun fæ ég enþá þessar fínu krullu en auðvitað ekki í allt hárið, sem betur fer hefur það nú aðeins vaxið.
Hér er nokkrar myndir sem ég hef verið að vista í tölvunni minni en ég hugsa að mig langi að fara að gera eitthvað skemmtilegt við það á næstunni.

Mig langar alveg klárlega að fá mér meiri krullur en hárið á mér er rosalega fínt og getur virkar svona semí “dautt” ef ég geri ekkert við það. Ég sá ljósið þegar ég prufaði perm! Loksins get ég sett hárið á mér í tagl og það actually helst í tagli – winwin!
Millisítt, perm og ljóst eða millisítt, perm og dökkt?
Það eina sem er alveg öruggt í þessu er að ég tek ekki cm í viðbót af hárinu, nú skal mér takast að safna!
-tinna

PASTELBLÁTT!

Bónus er svo sannarlega að “gefa” þessa dagana.
Rakst á þetta stórfína pastel-bláa naglalakk þegar ég átti að vera að kaupa mér hádegismat.

Kippti því með, smellti því á mig (2 umferðir) og er líka bara svona ótrúlega ánægð!
Naglalakkaði samt rosa mikið útfyrir í öllum æsingnum við að prufa það, þið hljótið að fyrirgefa.
BÓNUS – 800 kall – gjöf en ekki gjald.

-tinna

SLEEK VARALITIR!

Ég pantaði mér 4 nýja Sleek varaliti síðasta föstudag en hún Heiðdís eigandi Haustfjörð.is var svo yndisleg að bæta einum við í þakklætisskyni en ég fer sko ekki hljótt um það hvað ég elska varalitina frá Sleek!

PAPAYA PUNCH – Fullkominn kórallitur að mínu mati. Mattur og frekar þekjandi. Ég er mjög ánægð með þennan og mér finnst hann passa mjög vel við aðeins sólar-sleikta húð!

EXXXAGGERATE – Ég er nokkuð viss um þessi sé uppáhalds liturinn minn af þeim sem ég keypti núna. Ég bara elska fjólubláa varaliti, mögulega af því mér finnst húðin mín virka frískari þegar ég er með fjólublátt á vörunum. En liturinn á þessum er ÆÐI! Hann er mattur og þekur vel.

PINK FREEZE – Þessi er fallegur svona hversdag, rétt til að fá smá lit á varirnar. Ég er bara með svo dökkar varir að svona ljósir litir virka oft ekki á mér. Með þessum fannst mér sjást aðeins í gegn. En fallegur er hann og það er klárt mál að þessi er flottur í brúðkaup/sumarkokteil. Mæli alveg með þessum sem vilja þenna “ekta” bleika varalit!

STILETTO – Fallegur, mattur rauður varalitur. Eiginlega bara eins klassískur og þeir gerast. Mæli klárlega með þessum!

AMPED – Það er æðisleg áferðin á þessum, hann er alveg mattur og vel þekjandi. Fallegur skærbleikur litur. Eini gallinn við þennan er að hann festist vel á vörunum og ég þurfti að nota waterproof makeup remover á hann. En hey hann hverfur allavega ekki af vörunum eins og svo margir!

Fallegasti liturinn: EXXXAGGERATE

Besta áferðin: AMPED

Svo þarf ég að koma mér í að horfa á youtube myndbönd og læra að contour-a smettið á mér, eftir það get ég sagt ykkur frá því hvernig contour púðrið virkar!

-tinna

***það sem ég hef bloggað um frá Haustfjörð er ekki “keypt” auglýsing. Ég ákvað sjálf að prufa þá en ég er orðin ansi þreytt á að eyða fúlgu fjár í varaliti. Ég var rosalega hamingjusöm þegar ég kíkti inn á Haustfjörð í fyrsta skipti og sá að varalitirnir kosta ekki nema 1.490 kr! Það þýðir að ég geti keypti mér sirka 3 þar í staðin fyrir einn í MAC.***