MINIMALÍSKT

Ég verð að viðurkenna að þó ég elski þetta bjútífúll mess sem að íbúðin okkar er þá heillar minimalískur stíll mig alltaf meira og meira.

Við eigum svo ofboðslega mikið af dóti og “drasli” og í svona lítilli íbúð þá ná hlutirnir oftast ekki að njóta sín.

Nú er bara mission “minnka draslið” að fara í gang hjá mér.

Það er örugglega ágætt að eiga fáa en góða hluti þegar kemur að heimili og klæðnað.

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók saman af pinterest af minimalískri list og hillum sem heillaði mig.

Vonandi áttuð þið öll góðan mánara.

-tinna

————————

I have to admit. Even though I like the beautiful mess that our apartment is, I’m starting to like the minimalistic style more and more.

We have so much stuff and  it doesn’t fit into this small apartment.

NOW: mission less clutter.

It’s probably a good idea to have just a few good things when it comes to the home and the closet.

Here are a few pictures from pinterest that i liked a lot.

BOOTCUT IS BACK!

Ímyndið ykkur litla íbúð í 101, íbúarnir vinna bæði í fatabúð og hafa gert í mörg ár. Svefnherbergið er sirka 5 fermetra (gæti alveg eins verið 2 eða 10, hvað veit ég).

Föt for fokking miles. Sama hvert ég lít í íbúðinni, FÖT.

Á sófanum, inn á baði, undir stól, ofan á stól, á sínum stað inní herbergi nei sko allstaðar.

Mig vantar (lesist langar) svo í fataherbergi, ég græt.

Afhverju, jú maður getur alltaf á sig blómum bætt.

Óskalistinn minn fyrir haustið er svo hljóðandi.

Góðar ú t v í ð a r gallabuxur!

Svarta támjóa skó – við útvíðu buxurnar mínar.

Fallega tösku sem ég ber með stolti á framhandlegg.

Camel litaða kápu. Need it, want it, have to have it.

unnamed (2)

Þessi kemur sterklega til greina. Hún er frá Moss Reykjavík.

Fallegann hatt – svo ég geti verið glamorous í útvíðu gallabuxunum mínum

unnamed (3)

T.d þenna, aðsjálfsögðu úr Galleri 17, hann er líka camel litaðar. Tvær flugur í einu höggi!

Slá í anda Burberry

ponchos--z (1)

Hér er Burberry sláin góða. Tískudívurnar, Suki, Olivia og Cara eiga að sjálfsögðu allar eina slíka. En ekki hvað!

ÚR! – hvernig geta konur mætt á fund á réttum tíma ef þeir eiga ekki fallegt úr að líta á?

794099bd846257b5ecdb83a49780f13c

D.W. – þreytt eða klassískt? Dæmi hver fyrir sig. Ég er að hallast að klassíkinni.

En svona yfir heildina litið – þá vantar mig útvítt og mig vantar það núna!

“I’m bringin bootcut back, you motherfuckers dont know how to act,,

Var þetta hallærislegt, uuu já.

En svona öllu gríni sleppt þá er bootcut/flare að koma aftur og ég er sjúklega til í það.

Löngu leggirnir mínir þrá að sína sig og sjá aðrar skvísur í útvíðu. Það er eitthvað svo kvenlegt við útvítt.

Hvað er ég búin að skrifa útvítt oft? –  skiptir engu mig langar í útvítt.

Nú hugsa margir, hún vinnur í fatabúð afhverju kaupir hún sér ekki útvítt? Já ef það væri svo einfalt, það er nægt úrval í G17 af útvíðu. En hefur þú prufað að vera 184 cm í buxnaleit?

Mér hefur reyndar tekist að finna einar semí flare en þær eru úr draktarefni eða er það dragtar? G eða K skipti ekki öllu máli, þið fattið hvert ég er að fara. Held svona öllu gríni sleppt að ég sé að skrifa dragt/drakt í fyrsta skiptið.

Screen Shot 2015-09-25 at 23.03.58

Þessar eru frá Modström. Ofboðslega fínar.

Þessar gulrótabuxur mega alveg vera aðeins stuttar og ég hef látið mig hafa það. Útvítt verður, ég endurtek verður að vera sítt. Ég veit fátt jafn ljótt og of stuttar bootcut, flare eða palazzo pants.

Allt í einu fór ég að mindfokka rosalega með orðið útvítt – er eitthvað rangt við það, er það ekki?

Eitt nýtt í fataskápinn minn samt sem áður, sem aðsjálfsögðu passar við útvítt!

unnamed (1)

Basic síð krispí hvít skyrta. Nei sko það brakar í henni, uhh humm.

Læt þetta gott í bili. Farin að sjá orðið útvítt fyrir mér og þið örugglega líka.

takk fyrir að lesa

-tinna

PLÖNTUPERRINN VOL.1

Þeir sem þekkja mig vita hversu ótrúlega mikið ég elska plöntur.

Það eru plönturnar sem gera hús að heimili!

Ég á “nokkrar” og hugsa um þær allar eins og um ungabarn væri að ræða.
Ég hef meira að segja grátið þegar ein þeirra ákvað að hennar tími á þessari jörð væri liðin.

Mér datt þessvegna í hug að setja saman nokkrar inspo myndir og taka fyrir eins og eina tegund í einu.
Að þessu sinni eru það kaktusar!
Kaktusinn er “one though motherfucker” og nánast ómögulegt að drepa.
Mér tókst það nú samt, en það var fyrir tíma minna grænu fingra.
Ég gleymdi honum í held ég sirka 3 mánuði (ég veit, hvernig er það hægt?) og hann gaf upp öndina, blessuð sé minning hans.
En ég get samt svo svarið það þeir lifa nánst allt!

Það er samt ekki satt að maður eigi bara að vökva kaktusa sirka einu sinni í mánuði, ónei ónei.
Á sumrin er þeirra vaxtartímabil og því upplagt að vökva þá u.þ.b einu sinni í viku.
Þeir vilja svo að sjálfsögðu fá smá næringu af og til.
Svo ef þú vilt halda honum alltaf litlum og sætum þá að sjálfsögðu ertu ekki að vökva hann svona oft.

En vilja ekki allir sjá börnin sín vaxa og dafna?

Þeim líður vel í nánst hvaða potti sem er, ég hef hinsvega haldið mig við keramik potta og passa að ræturnar sitji ekki í vatni. Þ.e. pott með götóttum botni eða nóg af vikri/steinum í botninum.
Gott er að blanda smá “sandi” við moldina en þeir vilja mold sem vatnir nær að renna vel í gegn.
Svo er bara að sóla þessar elskur, þeir elska sól!

-tinna

Ps. það læddust nokkrir þykkblöðungar með í myndunum.

HOME INSPO – VINYL!

Við Bjartur eigum svo rosalega fallegann plötuspilara og plötusafnið er orðið þokkalega stórt.
Geymsla undir plöturnar er hins vegar ekki enn komin og liggja greyjið plöturnar út um allt heima.
Ég er alveg ákveðin í því að með nýju íbúðinni verðum við að koma okkur upp flottum skenk/hillu undir plöturnar og spilarann. Ég er með ákveðna hugmynd í hausnum og er búin að browsa aðeins út frá henni. Ég t.d. er mikið hrifnari af frekar breiðum skenkum en mig langa að tvinna saman plötuspilarann og “skraut” ofan á honum.
Ég vil helst hafa hann með hurðum.
Hér eru nokkrar sjúklega fallegar hirslur frá URBAN OUTFITTERS!

Þessar eru seldar í stk tali og kostar hver eining 79 dollara hér

Ég er mjög hrifin af þessum skenk, þokkalegur 60’s fýlingur í honum! 398 dollarar hér

Það er aðeins meiri “modern” fýlingu í þessum en samt mjög hlýlegur! 598 dollarar hér

Þessi er mjög skemmtileg og sniðug ef pláss er af skornum skammti. Hún fæst einnig í svörtu og gulu, kostar ekki nema 59 dollara og fæst hér

Þessi myndi sóma sér vel við hlið hvaða sófa sem er að mínu mati – virkilega lítil og krúttleg eining fyrir plötuspilarana, nokkrar plötur og bækur! Hún kostar 179 dollara og þú getur keypt hana hér

Þessi finnst mér virkilega flott en ég myndi að öllum líkindum ekki nota hana undir plötur og spilara, það fyrsta sem mér datt í hug þega ég sá þessi var HEIMABAR! Ef þig langar í þessa sem heimabar nú eða undir plöturnar þá kostar hún 89 dollara og fæst hér

Þessi finnst mér virkilega flott, skemmtilegur stíll á henni. Hún er á 279 dollara og hana er hægt að versla hér

Þessi er alveg klárlega í uppáhaldi hjá mér, virkilega smekkleg, þægilega stór og flott blanda og opnu og lokuðu geymslurými! Þessi kostar upprunalega 598 dollara en vinir mínir hjá UO hafa lækkað hana um 100 dollara og getur hún því orðið mín eða þín fyrir 498 dollar á þessari slóð hér

Svo kíkti ég aðeins á heimasíður IKEA, ILVA & TEKK og datt niður þessar. Mér finnst þær flottar en eftir að hafa browsað í gengum 60’s fýlingin og einingar sem henta fullkomlega fyrri plötur þá finnst mér bara ekki hægt að bera þetta saman. Ég hér eru þær engu að síður.
medium_20277771
Þessi fæst hér
medium_10260832
Þessi fæst hér
large_59701284
Þessi fæst hér
large_59701199
Þessi fæst hér

51443_oak_nordic_low_rack_4_sliding_doors_c_1_
Þessi er reyndar alveg vel út fyrir budget en fæst engu að síður hér

Ég var reyndar búin að spotta einn skenk í IKEA sem mig dauðlangar í en ég finn hann því miður ekki á síðunni hjá þeim, ætli hann sé ekki uppseldur en við erum búin að vera að lenda í því með innréttinguna okkar að stór hluti af hurðunum eru uppseldar eins og er.
Hendi samt inn mynd af honum ef ég rekst á hann!

-tinna

L A C E !

Ég hef alltaf verið hrifin af rómantískum heimilis stíl, mér finnst hann þó þurfa vera í bland við litagleði. Ég myndi aldrei vilja hafa allt hvítt heima hjá mér, því fleiri litir því betra.
Blúndugardínur eru samt eitt af því sem mig langar rosalega að skarta á framtíðar heimilinu.
Hér eru nokkrar fallegar af pinterest.

Ég er lang hrifnust af grófri blúndu, mögulega að ég læri að hekla blúndu og geri þetta sjálf. Ætli ég þyrfti ekki þá að fara að byrja núna, þetta er alveg pottþétt mjög tímafrekt.
Mér finnst hugmyndin að vera með blúnduna í kring um rúmið æðisleg, djöfull sem ég myndi sofa vel þarna!
-tinna

DIY PAINTJOB!

Ég er nokkuð viss um að ég geti fullyrt að gamlar og “þreyttar” kommóður leynist á hverju einasta heimili. Ef ekki heimilinu þá geymslunni, er það ekki?
Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir til að fríska upp á þær á einfaldann hátt!

Hér er viðurinn komin í aukahlutverk, ótrúlega skemmtilegt. Þessar eru klárlega í uppáhaldi hjá mér, pínu 60’s fýlingur í þeim.

Ég er alltaf svo hrifin af geometrískum munstrum, þessar eru allar mjög flottar.

Röndótt er alltaf klassískt. Þessi hvíta, gula & gráa er líka mjög skemmtileg, hún er svo flippuð samt basik á sama tíma.

Þessar tvær finnst mér sjúklega fallegar. Ég myndi samt alltaf gera silfur í staðin fyrir gull en það er annað mál. Hún væri meira að segja mjög flott bara í eitthverjum flippuðum lit. Bláa og hvíta er klárlega listaverk, ég þarf eitthvað að stúdera þessa!

-tinna

BUILT IN BOOKSHELVES!

Ég hef oft troðið því inn í færslurnar mínar hversu mikið mig hlakki til að eiga mína eigin íbúð. Ég ligg stundum andvaka að plana og láta mér detta í hug allskonar fallega hluti fyrir hana. Ég hef gengið svo langt að ímynda mér dagsdaglega hluti í fínu íbúðinni “minni”. Eldamennskan hefur aldrei verið jafn spennandi og klukkan 3, aðfaranótt mánudags!
Built in bookshelve – eða innbyggð bókahilla er eitt sem er rosalega ofarlega á listanum yfir hluti sem mig langar að gera í íbúðina mína, þegar ég eignast hana einn daginn.

Þessar tvær eru æði og alveg klárlega uppáhalds af öllum þeim sem ég hef séð. Ég og kærastinn minn erum ekki mikið að lesa svo að þær yrðu líklegast notaðar mest fyrir allskonar “punt” með nokkrum bókum inn á milli.

Þessar eru mjög klassískar og tímalausar, ganga nánast að hvaða heimili sem er.

Ég bara varð að setja þessar með. Guð minn eini hvað þetta baðherbergi má vera mitt. Þarna væri ég alltaf, alla daga. Ég þyrfti líklegast að hafa síma og ískáp þarna inni, ég færi bara ekki upp úr!

Hilla í stiganum gerir ótrúlega mikið fyrir stað sem er vanalega ekki mikið nýttur sem skraut/geymsla. Virkilega flottar báðar!

Lukkulega fyrir mig þá á ég faðir sem er einstaklega handlaginn og bróðir sem er að læra húsasmíði.
Ég kannski fæ hann til að smíða hús fyrir mig, hann hlýtur að geta skellt í eina svona innbyggða bókahillu í leiðinni, er’þaggi?
-tinna