MINIMALÍSKT

Ég verð að viðurkenna að þó ég elski þetta bjútífúll mess sem að íbúðin okkar er þá heillar minimalískur stíll mig alltaf meira og meira.

Við eigum svo ofboðslega mikið af dóti og “drasli” og í svona lítilli íbúð þá ná hlutirnir oftast ekki að njóta sín.

Nú er bara mission “minnka draslið” að fara í gang hjá mér.

Það er örugglega ágætt að eiga fáa en góða hluti þegar kemur að heimili og klæðnað.

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók saman af pinterest af minimalískri list og hillum sem heillaði mig.

Vonandi áttuð þið öll góðan mánara.

-tinna

————————

I have to admit. Even though I like the beautiful mess that our apartment is, I’m starting to like the minimalistic style more and more.

We have so much stuff and  it doesn’t fit into this small apartment.

NOW: mission less clutter.

It’s probably a good idea to have just a few good things when it comes to the home and the closet.

Here are a few pictures from pinterest that i liked a lot.

TINNARÚN X DÝRIÐ!

Processed with VSCOcam with f2 preset

Ég hef opnað webshop og þar eru til sölu fínu myndirnar mínar.
Endilega kíkið á þær.

H É R

XOXO

-tinna

DÝRIÐ!

Mig langaði að segja ykkur og sýna frá verkefni sem ég hef verið að vinna að í smá tíma.
Þetta eru geometrískar dýramyndir.
Ég teikna þær sjálf og þetta er rosaleg nákvæmnisvinna, reglustikan er sko besti vinur minn þegar ég vinn í þeim.
Þessar myndir ætla ég svo að selja í ramma á góðu verði og stefni að því að koma þeim í sölu á næstu vikum. Ég er að vinna í því að setja upp webshop hér á blogginu. Því miður ætla ég ekki birta neitt verð eins og er vegna þess að það er ekki alveg komið á hreint.
Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset
Ég hef alltaf verið rosalega heilluð af dýrum og það gleður mig að geta skapað fallegar myndir af fallegum skepnum.
Ef þið hafið spurningar eða viljið fá að vita þegar myndirnar koma í sölu endilega skiljið þá eftir comment eða sendið mér e-mail á tinnakristofersdottir@gmail.com

Hope you guys like it!

UPDATE!!
Hér getið þið skoðað þær og verslað!

-tinna

CONRAD ROSET!

Conrad Roset gerir ótrúlega fallegar myndir sem heilluðu mig alveg upp úr skónum!

Conrad er alin upp í Terrassa – Barcelona. Hann lærði í Faculty of Fine Arts, Barcelona.

Á kúnna-listanum eru nokkur stór nöfn og þar má nefna: Adidas, Zara, Disney, Elle, Nike, Mulberry og margir fleiri.

Njótið!

-tinna

AGNES-CECILE

Þessi unga snót heitir Silvia Pelissero og er fædd árið 1991 í Róm.

Listamannanafnið hennar er hins vegar agnes-cecile.

agnes-cecile

Hún er ótrúleg! 

Ég ætla að leyfa myndunum að tala:

Agnes gerir aðalega portrait myndir. Notast hún helst við vatnsliti en einnig akrýl, olíu og blek.

Það er eitthvað við myndirnar hennar sem snertir rosalega við mér. Rankaði við mér eftir að hafa horft á eina í töluverða stund og var satt að segja meir. Veit ekki hvort það eru þessu tárvotu augu hjá mörgum af karakterunum eða fegurðin í myndunum hennar.

-tinna