BLESS HÁR.

Þessi færsla er ekki kostuð né unnin í samstarfi við Beauty Barinn.

Þeir sem þekkja mig vita að ég hef aldrei verið óhrædd við að prufa nýja hluti á hausnum á mér.
Nei ég er ekki að tala um eitthvað dirty, ég veit alveg hvernig þið öll hugsið.

Ég er að sjálfsögðu að tala um hárið á mér.

Fyrir jól var ég komin með vel sítt hár og fílaði það ágætlega.

Screen Shot 2016-04-04 at 20.40.06

En það var samt alltaf eitthvað að trufla mig, ég var alltaf með hárið upp og nennti voða sjaldan að gera “greiðslur” í það.
Ég endaði á því að klippa það rétt fyrir jól alveg stutt.

Screen Shot 2016-04-04 at 20.39.39

Aldrei þessu vant þá sá ég pínu eftir því, ég var bara ekki að fíla mig. Fannst ég alltaf eitthvað asnalega og átti erfitt með að gera eitthverskonar do í hárið.

Ég komst svo að því að það var bara klippingin sem ég var ekki almennilega ánægð með. En þegar ég hef verið með stutt hár þá finnst mér það lang flottast vel stutt.

Svo þegar við vorum í Berlín núna um daginn sá ég stelpu í auglýsingu með snoðað ljós hár og mér fannst það sjúkt. Ég var alveg heilluð og staðráðin í að þetta skyldi ég nú gera.

Ég hef aldrei tvístigið neitt við svona ákvarðanir og fór því eins fljótt og ég gat í klippingu til að koma þessum gjörning í verk.

Ég fór á Beauty Bar í Kringlunni settist í stólinn og sagði þeim að gjöru svo vel og taka það allt af og aflita.

VOILA

Mikið andskoti er ég ánægð með hárið!

Ég er samt svona enþá að vinna í að prufa fataskápinn minn við nýja hárið, en oft finnst mér sumt ekki klæða mig eftir að ég geri svona drasktískar breytingar. En þá bætist alltaf eitthvað annað inn sem passaði kannski ekki áður.

Þetta var frekar langt prósess þar sem ég var með litað hár fyrir (dökkt) og þurfti því að fá aflitun tvisvar og grátt skol svo eftir það til að tóna út rauða litinn samt var efst á kollinum.

Nú bíð ég bara spennt eftir smá rót því að þannig held ég að þetta sé flottast. Ég hlakka líka til að raka það aftur þegar það hefur vaxið smá. Þá ætla ég að aflita aftur og ætti ég að ná því alveg hvítu í það skiptið.

Ég hef áður krúnurakað mig svo að það var ekkert stress að raka það allt af í annað skipti. Mig langar samt að mæla eindregið með því fyrir ykkur sem hafið alltaf langað en ekki þorað, maður rokkar allt ef maður er sjálfur sáttur og öruggur í eigin skinni.

Við þurfum ekki hár til að vera töffarar!

——————————————-

Að lokum langar mig bara að koma einu á hreint.
Vegna allrar umræðu um daginn um lífstílsbloggar og hvað þeir fái mikið frítt langar mig að taka fram að ég hef aðeins einu sinni fengið vörur gefins í því yfirskini að ég myndi fjalla um þær ef ég væri ánægð með þær.
Það var um daginn þegar ég fór í partý og voru þetta gjafir í svokölluðum “goodiebag”.
Ef ég kem til með að fjalla um þessar vörur hér á blogginu mun ég að sjálfsögðu taka fram að þær hafi verið gjöf.
Mig langaði bara að henda þessu fram þar sem að ég hef aldrei skrifað efst í færslur hvort að þær séu kostaðar eða auglýsing. Ég fann mig bara ég knúna til að gera það vegna þess að ég hafði aldrei fram að þessu fengið neitt sent.

——————————————-

-tinna

——————————————-

I have never been afraid to change my hair. To me hair comes and goes.

The first photo is taken before last year when I had grown it longer than usually. I like it but there was always something bothering me. I always had it up in a knot and never had desire to do anything new style wise.

Then just before christmas I cut it short and for the first time I got a little regret, but I found out quickly that it was the style of the cut that was bothering me. Usually when I’ve had it short it’s been really short and I like that the best.

So when I saw this awesome chick in a ad campaing in Berlin I knew I had my next style figured out. She had a blonde shaved head and I loved it!

Now I’m just waiting for my roots to grow a bit, I think it will look really cool with a bit of dark root.

HÁR INSPO!

Eina sem ég hef gert við hárið mitt núna í hálft ár var ombre litun sem ég sagði ykkur frá hér.
Ég hef auðvitað aðeins sært það af og til en ekkert annað frá því ég skellti mér í jólaklippingu.
Þá lét ég taka slatta af því (pínu bömmer eftir á), mig langaði svo að láta jafna línuna í hárinu en það var rosalega missítt frá því ég krúnurakaði mig.
Síðasta sumar fékk ég mér perm og það hefur haldis rosalega vel í hárinu á mér. Með réttri meðhöndlun fæ ég enþá þessar fínu krullu en auðvitað ekki í allt hárið, sem betur fer hefur það nú aðeins vaxið.
Hér er nokkrar myndir sem ég hef verið að vista í tölvunni minni en ég hugsa að mig langi að fara að gera eitthvað skemmtilegt við það á næstunni.

Mig langar alveg klárlega að fá mér meiri krullur en hárið á mér er rosalega fínt og getur virkar svona semí “dautt” ef ég geri ekkert við það. Ég sá ljósið þegar ég prufaði perm! Loksins get ég sett hárið á mér í tagl og það actually helst í tagli – winwin!
Millisítt, perm og ljóst eða millisítt, perm og dökkt?
Það eina sem er alveg öruggt í þessu er að ég tek ekki cm í viðbót af hárinu, nú skal mér takast að safna!
-tinna

OMBRE!

Screen Shot 2014-05-16 at 12.37.37

Þið sem eruð vinir mínir á facebook eða followið mig á insta tókuð mögulega eftir þessari mynd af mér í fýlu sem ég birt í vikunni. Undirskriftin var “Youtube er lygari. Ekki gera ombre hár heima krakkar, það er alls ekki eins auðvelt og flott og youtube segir.,,

Já ég veit, maður á að fara á hárgreiðslustofu í svona mission.

Þegar ég var yngri var ég mjög tilraunagjörn á hárið mitt. Ég gerði allan fjandann við það. Svo hef ég nánast ekki snert það síðan ég krúnurakaði mig, jú ég er að safna. Ég hef farið einu sinni í klippingu síðan þá og mér fannst hún taka allt of mikið af því en ég mátti svosum alveg við því. Hárið var orðið vel slitið.

Ég var að reyna að ná eitthverju svipuðu og Alexa Chung skartaði en þetta er svipuð lengd og á hárinu mínu.

Nú var ég búin að horfa á fuuuuullt af youtube myndböndum um “heima-ombre” og ég var heillengi að tala mig í þetta. Svo fannst mér útkoman alveg hræðileg. En svo þegar ég vaknaði daginn eftir og þreif kókosolíuna úr hárinu þá allt í einu var ég bara drullu sátt. “It growing on me.”

Bóluþorpið hjá augabrúninni biður að heilsa ykkur öllum #fml

Með hverju skiptinu sem ég kíki í spegil verð ég bara sáttari og sáttari. Ég er samt alls ekki að mæla með því að þið gerið þetta heima ALLS EKKI. Ég fer á stofu næst það er klárt mál, þó ég sé sátt núna þá hefði þetta geta endað mun verr og hefði líka alveg mátt vera aðeins betur gert. Það mætti til dæmis vera aðeins ljósara í endana.

Næst á dagskrá; fara á stofu að láta lýsa endana aðeins meira og klippa þessa tættu enda!

-tinna

HÁR!

Ég hef alltaf verið rosalega tilraunagjörn þegar kemur að hárinu á mér. Frá því að ég var sirka 16 ára hef ég verið að klippa reglulega á mig drengjakoll og láta það svo “vaxa”.

Eftir að ég prufaði að raka alveg af mér hárið fyrir um tveimur árum hef ég verið að reyna á að láta það vaxa, sem hefur jú gengi misvel.

En ég er alveg ákveðin í þetta skiptið, mig langar rosalega að prufa að vera með hár!

En þessu fylgja margar leiðinlega síddir og mér finnst ég vera föst í einni svoleiðis þessar vikurnar/mánuðina.

Hér eru nokkrar fallegar klippingar sem eru kannski ekkert svo ósvipaðar því sem ég er með, ég mætti bara fara að fríska aðeins upp á mína – og mögulega litinn í hárinu á mér.

Undanfarið hefur sú absúrd hugmynd verið að læðast inn í kollinn á mér að ég væri rosa fín ljóshærð, hvað er að frétta með það? Eða hvað haldið þið, Tinna sandyblonde fyrir sumarið?

-tinna