MINIMALÍSKT

Ég verð að viðurkenna að þó ég elski þetta bjútífúll mess sem að íbúðin okkar er þá heillar minimalískur stíll mig alltaf meira og meira.

Við eigum svo ofboðslega mikið af dóti og “drasli” og í svona lítilli íbúð þá ná hlutirnir oftast ekki að njóta sín.

Nú er bara mission “minnka draslið” að fara í gang hjá mér.

Það er örugglega ágætt að eiga fáa en góða hluti þegar kemur að heimili og klæðnað.

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók saman af pinterest af minimalískri list og hillum sem heillaði mig.

Vonandi áttuð þið öll góðan mánara.

-tinna

————————

I have to admit. Even though I like the beautiful mess that our apartment is, I’m starting to like the minimalistic style more and more.

We have so much stuff and  it doesn’t fit into this small apartment.

NOW: mission less clutter.

It’s probably a good idea to have just a few good things when it comes to the home and the closet.

Here are a few pictures from pinterest that i liked a lot.

PLÖNTUPERRINN VOL.2

Áður en ég byrja á þessum bloggpósti langar mig að þakka kærlega fallegu orðin og hvatninguna við síðasta pósti. Markmiði mínu er náð, ég kom þessu frá mér og vonandi hjálpaði ég einhverjum að koma fram og segja sína sögu.
Mig langaði líka að minna fólk á að þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á fólk upp í fullorðinárin.
TAKK!

En að öðru, ég fór í Garðheima í gær.
Ætlaði að kaupa mold og labba beint út.
Ég gat það að sjálfsögðu ekki, kom út 5 plöntun og mold ríkari. Var meira að segja næstum því búin að gleyma moldinni.

Hefði verið mér líkt, taka strætó upp í garðheima seint á þriðjudagskvöldi og gleyma því sem ég ætlaði að kaupa.
Ég labbaði út one happy customer!
3 kaktusar og 2 þykkblöðungar og hjartað mitt brosti.

Þó að úrvalið að plöntum sé yfirleitt mjög fínt á Íslandi er úrvalið af pottum alls ekki jafn gott.
Ég fann aðsjálfsögðu enga potta sem ég hefði viljað fyrir litlu plönturnar í gær, ekki nema að eyða 10k í pottana eingöngu, no way hósei.
En ég brá á það ráð að kaupa basic brúnu leirpottana (sem eru að mínu mati flottastir í laginu) og mála þá.

Ég á yfirleitt fullt af akríl málningu og allskonar föndurdrasli sem er hentugt fyrir spontant Tinnu, mig langar jú yfirleitt að gera hlutina helst áður en ég hugsa þá.
Ég kom heim úr Garðheimum um níu leytið og fór að sjálfsögðu beint í að mála blómapotta, eins og ekkert sé eðlilegra.

Processed with VSCOcam with c1 preset

Ég notaði svamp of fór tvær umferðir yfir. Kom líka bara helvíti vel út.

En ásæstæðan fyrir ferðinni í Garðheima var einmitt mold, ég þurfti að skipta út moldinni í nokkrum pottum (fluguvesen).
Ég notaði tækifærið þegar ég var að umpotta og tók myndir af rótunum á einni að mínum uppáhalds.

Þessi kom upp úr sítrónusteini sem mér tókst að láta spíra. Mér þykir svo hrikalega vænt um þær plöntur sem ég hef náð að koma upp sjálf.

Hér eru svo nýjustu fjölskyldumeðlimirnir.

Mér finnst mega kjút af hafa svona nokkra litla saman.
Ég keypti svo einn stærri kaktust en hann fékk fínan mattann silfraðan pott sem ég keypti fyrir löng síðan í Blómaval (minnir mig).

Hann fékk pláss á hilluveggnum, einum af uppáhalsstöðunum mínum í íbúðinni.

takk fyrir að lesa!
-tinna

PLÖNTUPERRINN VOL.1

Þeir sem þekkja mig vita hversu ótrúlega mikið ég elska plöntur.

Það eru plönturnar sem gera hús að heimili!

Ég á “nokkrar” og hugsa um þær allar eins og um ungabarn væri að ræða.
Ég hef meira að segja grátið þegar ein þeirra ákvað að hennar tími á þessari jörð væri liðin.

Mér datt þessvegna í hug að setja saman nokkrar inspo myndir og taka fyrir eins og eina tegund í einu.
Að þessu sinni eru það kaktusar!
Kaktusinn er “one though motherfucker” og nánast ómögulegt að drepa.
Mér tókst það nú samt, en það var fyrir tíma minna grænu fingra.
Ég gleymdi honum í held ég sirka 3 mánuði (ég veit, hvernig er það hægt?) og hann gaf upp öndina, blessuð sé minning hans.
En ég get samt svo svarið það þeir lifa nánst allt!

Það er samt ekki satt að maður eigi bara að vökva kaktusa sirka einu sinni í mánuði, ónei ónei.
Á sumrin er þeirra vaxtartímabil og því upplagt að vökva þá u.þ.b einu sinni í viku.
Þeir vilja svo að sjálfsögðu fá smá næringu af og til.
Svo ef þú vilt halda honum alltaf litlum og sætum þá að sjálfsögðu ertu ekki að vökva hann svona oft.

En vilja ekki allir sjá börnin sín vaxa og dafna?

Þeim líður vel í nánst hvaða potti sem er, ég hef hinsvega haldið mig við keramik potta og passa að ræturnar sitji ekki í vatni. Þ.e. pott með götóttum botni eða nóg af vikri/steinum í botninum.
Gott er að blanda smá “sandi” við moldina en þeir vilja mold sem vatnir nær að renna vel í gegn.
Svo er bara að sóla þessar elskur, þeir elska sól!

-tinna

Ps. það læddust nokkrir þykkblöðungar með í myndunum.

STIGA INSPO!

Stiga inspo, já þið lásuð rétt! Ég hef setið sveitt (nein ók róleg Tinna) í leit að hugmyndum fyrir stigan á B8 (nýja íbúðin)!
Hér eru nokkrir sem mér finnst einstaklega fallegir.

IMG_1957.JPG

IMG_1958.JPG

IMG_1959.JPG

IMG_1956.JPG

IMG_1960.JPG

IMG_1961.JPG

IMG_1962.JPG

IMG_1963.JPG

IMG_1964.JPG
Við erum með svartar flísar í eldhúsinu og ganginum niðri og því langaði mig að tvinna smá svart í stigann og jafnvel lakka útidyrahurðina svarta að innan. Nú er bara stóra spurning – lakka tröppurnar svartar eða bilið á milli, hvað finnst ykkur?
-tinna

HOME INSPO – VINYL!

Við Bjartur eigum svo rosalega fallegann plötuspilara og plötusafnið er orðið þokkalega stórt.
Geymsla undir plöturnar er hins vegar ekki enn komin og liggja greyjið plöturnar út um allt heima.
Ég er alveg ákveðin í því að með nýju íbúðinni verðum við að koma okkur upp flottum skenk/hillu undir plöturnar og spilarann. Ég er með ákveðna hugmynd í hausnum og er búin að browsa aðeins út frá henni. Ég t.d. er mikið hrifnari af frekar breiðum skenkum en mig langa að tvinna saman plötuspilarann og “skraut” ofan á honum.
Ég vil helst hafa hann með hurðum.
Hér eru nokkrar sjúklega fallegar hirslur frá URBAN OUTFITTERS!

Þessar eru seldar í stk tali og kostar hver eining 79 dollara hér

Ég er mjög hrifin af þessum skenk, þokkalegur 60’s fýlingur í honum! 398 dollarar hér

Það er aðeins meiri “modern” fýlingu í þessum en samt mjög hlýlegur! 598 dollarar hér

Þessi er mjög skemmtileg og sniðug ef pláss er af skornum skammti. Hún fæst einnig í svörtu og gulu, kostar ekki nema 59 dollara og fæst hér

Þessi myndi sóma sér vel við hlið hvaða sófa sem er að mínu mati – virkilega lítil og krúttleg eining fyrir plötuspilarana, nokkrar plötur og bækur! Hún kostar 179 dollara og þú getur keypt hana hér

Þessi finnst mér virkilega flott en ég myndi að öllum líkindum ekki nota hana undir plötur og spilara, það fyrsta sem mér datt í hug þega ég sá þessi var HEIMABAR! Ef þig langar í þessa sem heimabar nú eða undir plöturnar þá kostar hún 89 dollara og fæst hér

Þessi finnst mér virkilega flott, skemmtilegur stíll á henni. Hún er á 279 dollara og hana er hægt að versla hér

Þessi er alveg klárlega í uppáhaldi hjá mér, virkilega smekkleg, þægilega stór og flott blanda og opnu og lokuðu geymslurými! Þessi kostar upprunalega 598 dollara en vinir mínir hjá UO hafa lækkað hana um 100 dollara og getur hún því orðið mín eða þín fyrir 498 dollar á þessari slóð hér

Svo kíkti ég aðeins á heimasíður IKEA, ILVA & TEKK og datt niður þessar. Mér finnst þær flottar en eftir að hafa browsað í gengum 60’s fýlingin og einingar sem henta fullkomlega fyrri plötur þá finnst mér bara ekki hægt að bera þetta saman. Ég hér eru þær engu að síður.
medium_20277771
Þessi fæst hér
medium_10260832
Þessi fæst hér
large_59701284
Þessi fæst hér
large_59701199
Þessi fæst hér

51443_oak_nordic_low_rack_4_sliding_doors_c_1_
Þessi er reyndar alveg vel út fyrir budget en fæst engu að síður hér

Ég var reyndar búin að spotta einn skenk í IKEA sem mig dauðlangar í en ég finn hann því miður ekki á síðunni hjá þeim, ætli hann sé ekki uppseldur en við erum búin að vera að lenda í því með innréttinguna okkar að stór hluti af hurðunum eru uppseldar eins og er.
Hendi samt inn mynd af honum ef ég rekst á hann!

-tinna

L A C E !

Ég hef alltaf verið hrifin af rómantískum heimilis stíl, mér finnst hann þó þurfa vera í bland við litagleði. Ég myndi aldrei vilja hafa allt hvítt heima hjá mér, því fleiri litir því betra.
Blúndugardínur eru samt eitt af því sem mig langar rosalega að skarta á framtíðar heimilinu.
Hér eru nokkrar fallegar af pinterest.

Ég er lang hrifnust af grófri blúndu, mögulega að ég læri að hekla blúndu og geri þetta sjálf. Ætli ég þyrfti ekki þá að fara að byrja núna, þetta er alveg pottþétt mjög tímafrekt.
Mér finnst hugmyndin að vera með blúnduna í kring um rúmið æðisleg, djöfull sem ég myndi sofa vel þarna!
-tinna

NÝTT ÚR HRÍM!

OHH, elsku Hrím má ég ekki bara búa þar?
Þessi fallegi vasi á “ávaxtakarfa” fengu að fljóta með mér heim í gær.

Ég hef einnig augastað á öðrum vasa sem er í svipuðum fýling en hann er hvítur. Langar ofboðslega í hann líka, þeir lookuðu svo flottir hlið við hlið!

Ég hugsaði reyndar með körfunni að hún gæti bæði verið flott fyrir servéttur eða ávexti.

Þetta eru sko kaup sem ég er ánægð með!
-tinna