L A C E !

Ég hef alltaf verið hrifin af rómantískum heimilis stíl, mér finnst hann þó þurfa vera í bland við litagleði. Ég myndi aldrei vilja hafa allt hvítt heima hjá mér, því fleiri litir því betra.
Blúndugardínur eru samt eitt af því sem mig langar rosalega að skarta á framtíðar heimilinu.
Hér eru nokkrar fallegar af pinterest.

Ég er lang hrifnust af grófri blúndu, mögulega að ég læri að hekla blúndu og geri þetta sjálf. Ætli ég þyrfti ekki þá að fara að byrja núna, þetta er alveg pottþétt mjög tímafrekt.
Mér finnst hugmyndin að vera með blúnduna í kring um rúmið æðisleg, djöfull sem ég myndi sofa vel þarna!
-tinna

HÁR INSPO!

Eina sem ég hef gert við hárið mitt núna í hálft ár var ombre litun sem ég sagði ykkur frá hér.
Ég hef auðvitað aðeins sært það af og til en ekkert annað frá því ég skellti mér í jólaklippingu.
Þá lét ég taka slatta af því (pínu bömmer eftir á), mig langaði svo að láta jafna línuna í hárinu en það var rosalega missítt frá því ég krúnurakaði mig.
Síðasta sumar fékk ég mér perm og það hefur haldis rosalega vel í hárinu á mér. Með réttri meðhöndlun fæ ég enþá þessar fínu krullu en auðvitað ekki í allt hárið, sem betur fer hefur það nú aðeins vaxið.
Hér er nokkrar myndir sem ég hef verið að vista í tölvunni minni en ég hugsa að mig langi að fara að gera eitthvað skemmtilegt við það á næstunni.

Mig langar alveg klárlega að fá mér meiri krullur en hárið á mér er rosalega fínt og getur virkar svona semí “dautt” ef ég geri ekkert við það. Ég sá ljósið þegar ég prufaði perm! Loksins get ég sett hárið á mér í tagl og það actually helst í tagli – winwin!
Millisítt, perm og ljóst eða millisítt, perm og dökkt?
Það eina sem er alveg öruggt í þessu er að ég tek ekki cm í viðbót af hárinu, nú skal mér takast að safna!
-tinna

MYNTUGRÆNT JÁ TAKK!

Ég elska allt myntugrænt. Hvort sem það er naglalakk, föt eða húsgöng.

Screen Shot 2014-05-16 at 13.43.20

Sófi – hér Teppi – hér Púði – hér Landakort – hér Veggklukka – hér Vasar – hér Stílabók – hér

Veit því miður ekki hvaðan hreindýrið er, ef þið vitið þá þá megið þið endilega skilja það eftir í kommenti – mér finnst það æði!

-tinna

OUTFIT INSPO!

ELLA býður í Grand Finale partý í kvöld. Mín leið liggur þangað með þremur vinkonum.

Ég rétt hoppaði inn í Spúútnik og reyndi í flýti að finna mér eitthvað “nýtt” til að vera í.

Eftir snilldar þjónustu var ég komin út ekki meira en korteri seinna með eitt stk SILFUR buxur, hálsmen og tvenna hringa.

VEEEEEI!

Ég browsaði smá í leit að innblæstri fyrir heildarlúkk með buxunum.

Mínar eru reyndar loose-fit og töluvert dekkri en flestar á myndunum. En ég er komin með smá hugmynd að hverju ég ætla að vera í við.

Ég geri mitt besta í að skella í eina outfit-mynd fyrir ykkur.

-tinna

——————————————————————————————————————————————————-

I just bought silver pants to wear tonight. I’m attending a afterparty for ELLA and i really wanted something new to wear.

I strolled in to Spúútnik to look for something, 15 minutes later I walked out with a pair of pants, a necklace, two rings and a smile on my face.

So these are a few inspo photos for the outfit, but mine are a bit darker than all of these.

I’ll try to take a outfit photo to show you guys.

LIGHTS ON!

Ég og kærastinn búum heima hjá tengdó. Eins yndislegt og það getur verið þá DREYMIR mig um mína eigin íbúð.

Helst myndi ég vilja litla og krúttlega, en samt með einu auka herbergi fyrir mig.

Nú hugsa allir; ahh já fataherbergi. En nei það er ekki tilfellið, SAUMAHERBERGI er ástæðan.

En aftur að tilgangi póstsins, málið er að ég er að stundum ligg ég á netinu og browsa hugmyndir fyrir tilvonandi íbúðina (sem er vonandi í nánustu framtíð).

Í þetta sinn voru það ljós!

Hér eru nokkrar ótrúlega fallegar hugmyndir að ljósum.

Ég er einstaklega hrifin af kaðlaljósinu, Manila Rope Lights. Fyrir fullt af peningum getur það orðið mitt, eða þitt hér.

Fyrir ykkur sem vissuð ekki þá er ég búin að útbúa like síðu á facebook. Ekkert spamm, bara update á póstum. Mæli með að smella í eitt stk læk hér!

-tinna

YO-LANDI VI$$ER

Yolandi Visser eða Anri du Toit (fæðingarnafn?) er hands down ein sú svalasta í tónlistarbransanum að mínu mati!

Yolandi er aðal söngkonan (deilir spotlight-inu með barnsfaðir sínum NINJA) í rap/rave grúppunni Die Antwoord (íslenska: Svarið)

Það er eitthvað svo sérstakt og fallegt við Yolandi, ég bara varð að gera einn póst um hana!

Ætli það séu ekki komin góð 2 ár frá því að uppáhalds rauðhærða vinkona mín kynnti mig fyrir þeim, ég féll strax fyrir þeim!

Myndböndin hneyksla, en samt ekki á þennan týpíska kynferðislega hátt sem svo margar poppstjörnur í dag eru að reyna. Oftar en ekki eru rottur í spilinu, furðulega útlítandi fólk og fyndnir söguþræðir í myndböndunum.

Ég mæli eindregið með því að næsta sem þú gerir sé að opna youtube (þ.e.a.s ef þú hefur ekki séð myndband frá þeim) og type-ir inn Die Antwoord og njótir!

-tinna