BLESS HÁR.

Þessi færsla er ekki kostuð né unnin í samstarfi við Beauty Barinn.

Þeir sem þekkja mig vita að ég hef aldrei verið óhrædd við að prufa nýja hluti á hausnum á mér.
Nei ég er ekki að tala um eitthvað dirty, ég veit alveg hvernig þið öll hugsið.

Ég er að sjálfsögðu að tala um hárið á mér.

Fyrir jól var ég komin með vel sítt hár og fílaði það ágætlega.

Screen Shot 2016-04-04 at 20.40.06

En það var samt alltaf eitthvað að trufla mig, ég var alltaf með hárið upp og nennti voða sjaldan að gera “greiðslur” í það.
Ég endaði á því að klippa það rétt fyrir jól alveg stutt.

Screen Shot 2016-04-04 at 20.39.39

Aldrei þessu vant þá sá ég pínu eftir því, ég var bara ekki að fíla mig. Fannst ég alltaf eitthvað asnalega og átti erfitt með að gera eitthverskonar do í hárið.

Ég komst svo að því að það var bara klippingin sem ég var ekki almennilega ánægð með. En þegar ég hef verið með stutt hár þá finnst mér það lang flottast vel stutt.

Svo þegar við vorum í Berlín núna um daginn sá ég stelpu í auglýsingu með snoðað ljós hár og mér fannst það sjúkt. Ég var alveg heilluð og staðráðin í að þetta skyldi ég nú gera.

Ég hef aldrei tvístigið neitt við svona ákvarðanir og fór því eins fljótt og ég gat í klippingu til að koma þessum gjörning í verk.

Ég fór á Beauty Bar í Kringlunni settist í stólinn og sagði þeim að gjöru svo vel og taka það allt af og aflita.

VOILA

Mikið andskoti er ég ánægð með hárið!

Ég er samt svona enþá að vinna í að prufa fataskápinn minn við nýja hárið, en oft finnst mér sumt ekki klæða mig eftir að ég geri svona drasktískar breytingar. En þá bætist alltaf eitthvað annað inn sem passaði kannski ekki áður.

Þetta var frekar langt prósess þar sem ég var með litað hár fyrir (dökkt) og þurfti því að fá aflitun tvisvar og grátt skol svo eftir það til að tóna út rauða litinn samt var efst á kollinum.

Nú bíð ég bara spennt eftir smá rót því að þannig held ég að þetta sé flottast. Ég hlakka líka til að raka það aftur þegar það hefur vaxið smá. Þá ætla ég að aflita aftur og ætti ég að ná því alveg hvítu í það skiptið.

Ég hef áður krúnurakað mig svo að það var ekkert stress að raka það allt af í annað skipti. Mig langar samt að mæla eindregið með því fyrir ykkur sem hafið alltaf langað en ekki þorað, maður rokkar allt ef maður er sjálfur sáttur og öruggur í eigin skinni.

Við þurfum ekki hár til að vera töffarar!

——————————————-

Að lokum langar mig bara að koma einu á hreint.
Vegna allrar umræðu um daginn um lífstílsbloggar og hvað þeir fái mikið frítt langar mig að taka fram að ég hef aðeins einu sinni fengið vörur gefins í því yfirskini að ég myndi fjalla um þær ef ég væri ánægð með þær.
Það var um daginn þegar ég fór í partý og voru þetta gjafir í svokölluðum “goodiebag”.
Ef ég kem til með að fjalla um þessar vörur hér á blogginu mun ég að sjálfsögðu taka fram að þær hafi verið gjöf.
Mig langaði bara að henda þessu fram þar sem að ég hef aldrei skrifað efst í færslur hvort að þær séu kostaðar eða auglýsing. Ég fann mig bara ég knúna til að gera það vegna þess að ég hafði aldrei fram að þessu fengið neitt sent.

——————————————-

-tinna

——————————————-

I have never been afraid to change my hair. To me hair comes and goes.

The first photo is taken before last year when I had grown it longer than usually. I like it but there was always something bothering me. I always had it up in a knot and never had desire to do anything new style wise.

Then just before christmas I cut it short and for the first time I got a little regret, but I found out quickly that it was the style of the cut that was bothering me. Usually when I’ve had it short it’s been really short and I like that the best.

So when I saw this awesome chick in a ad campaing in Berlin I knew I had my next style figured out. She had a blonde shaved head and I loved it!

Now I’m just waiting for my roots to grow a bit, I think it will look really cool with a bit of dark root.

PLÖNTUPERRINN VOL.2

Áður en ég byrja á þessum bloggpósti langar mig að þakka kærlega fallegu orðin og hvatninguna við síðasta pósti. Markmiði mínu er náð, ég kom þessu frá mér og vonandi hjálpaði ég einhverjum að koma fram og segja sína sögu.
Mig langaði líka að minna fólk á að þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á fólk upp í fullorðinárin.
TAKK!

En að öðru, ég fór í Garðheima í gær.
Ætlaði að kaupa mold og labba beint út.
Ég gat það að sjálfsögðu ekki, kom út 5 plöntun og mold ríkari. Var meira að segja næstum því búin að gleyma moldinni.

Hefði verið mér líkt, taka strætó upp í garðheima seint á þriðjudagskvöldi og gleyma því sem ég ætlaði að kaupa.
Ég labbaði út one happy customer!
3 kaktusar og 2 þykkblöðungar og hjartað mitt brosti.

Þó að úrvalið að plöntum sé yfirleitt mjög fínt á Íslandi er úrvalið af pottum alls ekki jafn gott.
Ég fann aðsjálfsögðu enga potta sem ég hefði viljað fyrir litlu plönturnar í gær, ekki nema að eyða 10k í pottana eingöngu, no way hósei.
En ég brá á það ráð að kaupa basic brúnu leirpottana (sem eru að mínu mati flottastir í laginu) og mála þá.

Ég á yfirleitt fullt af akríl málningu og allskonar föndurdrasli sem er hentugt fyrir spontant Tinnu, mig langar jú yfirleitt að gera hlutina helst áður en ég hugsa þá.
Ég kom heim úr Garðheimum um níu leytið og fór að sjálfsögðu beint í að mála blómapotta, eins og ekkert sé eðlilegra.

Processed with VSCOcam with c1 preset

Ég notaði svamp of fór tvær umferðir yfir. Kom líka bara helvíti vel út.

En ásæstæðan fyrir ferðinni í Garðheima var einmitt mold, ég þurfti að skipta út moldinni í nokkrum pottum (fluguvesen).
Ég notaði tækifærið þegar ég var að umpotta og tók myndir af rótunum á einni að mínum uppáhalds.

Þessi kom upp úr sítrónusteini sem mér tókst að láta spíra. Mér þykir svo hrikalega vænt um þær plöntur sem ég hef náð að koma upp sjálf.

Hér eru svo nýjustu fjölskyldumeðlimirnir.

Mér finnst mega kjút af hafa svona nokkra litla saman.
Ég keypti svo einn stærri kaktust en hann fékk fínan mattann silfraðan pott sem ég keypti fyrir löng síðan í Blómaval (minnir mig).

Hann fékk pláss á hilluveggnum, einum af uppáhalsstöðunum mínum í íbúðinni.

takk fyrir að lesa!
-tinna

PLÖNTUPERRINN VOL.1

Þeir sem þekkja mig vita hversu ótrúlega mikið ég elska plöntur.

Það eru plönturnar sem gera hús að heimili!

Ég á “nokkrar” og hugsa um þær allar eins og um ungabarn væri að ræða.
Ég hef meira að segja grátið þegar ein þeirra ákvað að hennar tími á þessari jörð væri liðin.

Mér datt þessvegna í hug að setja saman nokkrar inspo myndir og taka fyrir eins og eina tegund í einu.
Að þessu sinni eru það kaktusar!
Kaktusinn er “one though motherfucker” og nánast ómögulegt að drepa.
Mér tókst það nú samt, en það var fyrir tíma minna grænu fingra.
Ég gleymdi honum í held ég sirka 3 mánuði (ég veit, hvernig er það hægt?) og hann gaf upp öndina, blessuð sé minning hans.
En ég get samt svo svarið það þeir lifa nánst allt!

Það er samt ekki satt að maður eigi bara að vökva kaktusa sirka einu sinni í mánuði, ónei ónei.
Á sumrin er þeirra vaxtartímabil og því upplagt að vökva þá u.þ.b einu sinni í viku.
Þeir vilja svo að sjálfsögðu fá smá næringu af og til.
Svo ef þú vilt halda honum alltaf litlum og sætum þá að sjálfsögðu ertu ekki að vökva hann svona oft.

En vilja ekki allir sjá börnin sín vaxa og dafna?

Þeim líður vel í nánst hvaða potti sem er, ég hef hinsvega haldið mig við keramik potta og passa að ræturnar sitji ekki í vatni. Þ.e. pott með götóttum botni eða nóg af vikri/steinum í botninum.
Gott er að blanda smá “sandi” við moldina en þeir vilja mold sem vatnir nær að renna vel í gegn.
Svo er bara að sóla þessar elskur, þeir elska sól!

-tinna

Ps. það læddust nokkrir þykkblöðungar með í myndunum.

STIGA INSPO!

Stiga inspo, já þið lásuð rétt! Ég hef setið sveitt (nein ók róleg Tinna) í leit að hugmyndum fyrir stigan á B8 (nýja íbúðin)!
Hér eru nokkrir sem mér finnst einstaklega fallegir.

IMG_1957.JPG

IMG_1958.JPG

IMG_1959.JPG

IMG_1956.JPG

IMG_1960.JPG

IMG_1961.JPG

IMG_1962.JPG

IMG_1963.JPG

IMG_1964.JPG
Við erum með svartar flísar í eldhúsinu og ganginum niðri og því langaði mig að tvinna smá svart í stigann og jafnvel lakka útidyrahurðina svarta að innan. Nú er bara stóra spurning – lakka tröppurnar svartar eða bilið á milli, hvað finnst ykkur?
-tinna

HOME INSPO – VINYL!

Við Bjartur eigum svo rosalega fallegann plötuspilara og plötusafnið er orðið þokkalega stórt.
Geymsla undir plöturnar er hins vegar ekki enn komin og liggja greyjið plöturnar út um allt heima.
Ég er alveg ákveðin í því að með nýju íbúðinni verðum við að koma okkur upp flottum skenk/hillu undir plöturnar og spilarann. Ég er með ákveðna hugmynd í hausnum og er búin að browsa aðeins út frá henni. Ég t.d. er mikið hrifnari af frekar breiðum skenkum en mig langa að tvinna saman plötuspilarann og “skraut” ofan á honum.
Ég vil helst hafa hann með hurðum.
Hér eru nokkrar sjúklega fallegar hirslur frá URBAN OUTFITTERS!

Þessar eru seldar í stk tali og kostar hver eining 79 dollara hér

Ég er mjög hrifin af þessum skenk, þokkalegur 60’s fýlingur í honum! 398 dollarar hér

Það er aðeins meiri “modern” fýlingu í þessum en samt mjög hlýlegur! 598 dollarar hér

Þessi er mjög skemmtileg og sniðug ef pláss er af skornum skammti. Hún fæst einnig í svörtu og gulu, kostar ekki nema 59 dollara og fæst hér

Þessi myndi sóma sér vel við hlið hvaða sófa sem er að mínu mati – virkilega lítil og krúttleg eining fyrir plötuspilarana, nokkrar plötur og bækur! Hún kostar 179 dollara og þú getur keypt hana hér

Þessi finnst mér virkilega flott en ég myndi að öllum líkindum ekki nota hana undir plötur og spilara, það fyrsta sem mér datt í hug þega ég sá þessi var HEIMABAR! Ef þig langar í þessa sem heimabar nú eða undir plöturnar þá kostar hún 89 dollara og fæst hér

Þessi finnst mér virkilega flott, skemmtilegur stíll á henni. Hún er á 279 dollara og hana er hægt að versla hér

Þessi er alveg klárlega í uppáhaldi hjá mér, virkilega smekkleg, þægilega stór og flott blanda og opnu og lokuðu geymslurými! Þessi kostar upprunalega 598 dollara en vinir mínir hjá UO hafa lækkað hana um 100 dollara og getur hún því orðið mín eða þín fyrir 498 dollar á þessari slóð hér

Svo kíkti ég aðeins á heimasíður IKEA, ILVA & TEKK og datt niður þessar. Mér finnst þær flottar en eftir að hafa browsað í gengum 60’s fýlingin og einingar sem henta fullkomlega fyrri plötur þá finnst mér bara ekki hægt að bera þetta saman. Ég hér eru þær engu að síður.
medium_20277771
Þessi fæst hér
medium_10260832
Þessi fæst hér
large_59701284
Þessi fæst hér
large_59701199
Þessi fæst hér

51443_oak_nordic_low_rack_4_sliding_doors_c_1_
Þessi er reyndar alveg vel út fyrir budget en fæst engu að síður hér

Ég var reyndar búin að spotta einn skenk í IKEA sem mig dauðlangar í en ég finn hann því miður ekki á síðunni hjá þeim, ætli hann sé ekki uppseldur en við erum búin að vera að lenda í því með innréttinguna okkar að stór hluti af hurðunum eru uppseldar eins og er.
Hendi samt inn mynd af honum ef ég rekst á hann!

-tinna

ÉG LIFI!!

Halló!
Já ég er enn á lífi, veit vel að þið hafið margar hverjar grátið ykkur í svefn.
Óttist ei, ég er komin aftur eftir góða pásu.
Þurfa bloggarar ekki sumarfrí líka? Mitt var reyndar óvenju langt.
Mig langar að segja það sem hefur drifið mína daga en ætti frekar að segja mánuði, svo langt er síðan síðast!
Ég er byrjuð í skólanum aftur og stefnan tekin á sveinspróf í kjólasaum vorið 2016!
Við Bjartur eru komin með íbúð, staðan: óíbúðahæf, erum að taka hana í gegn með góðri hjálp frá litla bróðir mínum og félaga hans. Því miðar vel áfram en hún var nánast fokheld í síðustu viku, nú er eldhúsinnréttingin komin upp og er að skítlooka! Ég hef alveg komist að því að maður á ekki að vera of spenntur og óþolinmóður í svona stússi, það er bara vont fyrir heilsuna svo nú tek ég einn dag í einu!
Áherslurnar á blogginu verða svipaðar og í sumar, get reyndar ekki lofað færslu á dag vegna þess hve mikið er að gera hjá mér í skólanum&íbúðinni.
Ég læt nokkrar myndir fylgja af lífinu undanfarna mánuði!

Continue reading ÉG LIFI!!

L A C E !

Ég hef alltaf verið hrifin af rómantískum heimilis stíl, mér finnst hann þó þurfa vera í bland við litagleði. Ég myndi aldrei vilja hafa allt hvítt heima hjá mér, því fleiri litir því betra.
Blúndugardínur eru samt eitt af því sem mig langar rosalega að skarta á framtíðar heimilinu.
Hér eru nokkrar fallegar af pinterest.

Ég er lang hrifnust af grófri blúndu, mögulega að ég læri að hekla blúndu og geri þetta sjálf. Ætli ég þyrfti ekki þá að fara að byrja núna, þetta er alveg pottþétt mjög tímafrekt.
Mér finnst hugmyndin að vera með blúnduna í kring um rúmið æðisleg, djöfull sem ég myndi sofa vel þarna!
-tinna